Glæsileg í meira lagi

 

SteingeitSteingeit: Steingeitin er ekki bara fær heldur líka glæsileg. Þú sannar það án þess að kaupa ný föt eða fylgihluti. Enda er það fremur spurning um viðhorf en kaupæði

 

Gleðilegan sunnudag!


Ja hérna hér...

Hvað getur maður sagt...

Margt búið að gerast eða ekki

...var í nesinu part úr viku um daginn hjálpaði múttu túttu að pakka og flytja

...Fór með bílinn í tékk í B&L og lét þá ath baksýnisspegilinn minn líka...þeir vissu ekkert hvað væri að speglinum og gátu ekki lagað hann.Sögðu að ég þyrfti að kaupa nýjan og hann væri ekki til hjá þeim..þyrftu að panta hann og einnig vildu þeir ekki taka þátt í kostnaðinum...spegillinn kostar aðeins 60.000 kr...ég get nú alveg keyrt um með lausan spegil...aumingjar!

...Þar sem ég á svo hryllilega klára sæta og sjarmerandi frændur með bíladellu þá lét ég þá kíkja á spegilinn og ath hvort þeir gætu nú ekki bara lagað gripinn..var komin með þá þrjá til að græja þetta..................þeir brutu rúðuna!

...keyrði OF hratt í göngunum og var smellt af mér..ég var ekki á 70 og ekki á 80 var svona mitt á milli 80 og 90..er að bíða eftir sektinni!

Til að bæta mér þetta allt saman upp þá fór ég á James Blunt í gær og sat þar dolfallinn á mínum 10 þús króna stól í tæpa 2 tíma

...dásamlegt!

 


Heillandi eða ekki..

 

SteingeitSteingeit: Þú þarft að biðja enn og aftur um það sem þú vilt, og þér finnst það allt í lagi. Ef þú spyrð ekki, þá færðu ekki. Auk þess ertu bara enn meira heillandi í 10. skiptið sem þú spyrð.

júhúú...spyrjið bara endalaust..þið verðið alltaf jafn heillandi!

 Í þessari viku hendi ég inn uppsagnarbréfinu ógurlega og þá er stóra spr hvað á ég að fara að gera ..ætti ég að halda áfram..held ekki,vill ekki gera fólki það..færi frekar á öldrun en að vinna hérna áfram,þyrfti allavega eitthvað að gerast..eitthvað skemmtilegt,hærri laun án þess þó að þurfa að andast einn daginn á næturvöktum og enda þýsk í þokkabót!

Gæti flutt erlendis í smá tíma...Nei,ekki hægt-gæti misst af einhverju!

Gæti flutt út á land...Nei,þá yrði ég titluð sem flóttamaður!

Ein gellan á deildinni fór til Víetnam um daginn í tvo mánuði .. viti menn hún kom gift heim..ég ætti kannski að skella mér út í þrjá mánuði,,þá kæmi ég kannski gift heim og þar sem ég myndi verða í 3 mánuði þá væri ég komin með viðhald líka!

....Hvað ætti ég að gera??

 


jehérnahér..

Margt búið að gerast síðan síðast

..ekki svo!

Nú er ekki nema um mánuður þangað til mamma á að vera búin að tæma íbúðina sína og finnst mér það frekar sorglegt og þar fór draumurinn um að flytja heim því ég hefði viljað kaupa íbúðina af henni..flott íbúð!

Lét mig nú samt hafa það og dreif mig heim og geymslan var tekinn í gegn hent og hent og sett í kassa þannig að það er nú ekki mikið eftir að gera..ætla að reyna að græja geymsluna hjá mér til að taka sem flesta kassa...er reyndar með í geymslunni bækur og fl frá Gandra.. en það má lengi troða.

Mútta tútta fær ekki íbúðina sína afhenta fyrr en ,,vonandi í sept en það má eiginlega segja að konan hafi selt ofan af sér..en hún er fyrir löngu síðan flutt í huganum þannig að það er kannski eins gott að koma henni bara frá nesinu!

Í sömu ferð fór ég sveitarúnt með mömmu fórum hlíðina og hittum hr fallega

IMG_0091

Voru kannski ekki eins fínir..en fallegir voru þeir!

Síðan lá leiðin í hina sveitina brunað á suðurlandið og skellt sér í sauðburð

SPA52793ekki hrædd við lömbin þessi!

SPA52801Hún var að fíla mig!

SPA52798Ekki veit ég hvað var í gangi þarna!

SPA52783 hr sætur..og á leið í framhald!

 

 

 

 

 


Hvað haldið þið..

 ...haldið þið ekki að það hafi verið hestamannamót hérna í sveitinni hjá mér alla helgina, byrjaði á fimmtudaginn og það er búið að glymja i inn í íbúðina hjá mér ýmis orð og tölur....þetta er ekkert frá 12-3..þetta er frá 9,10 og langt frameftir..

Krapi frá selfossi 6 vetra, móðir:Rauðka frá sveinsstöðum í hörgárdal faðir:Sörli frá Höfða..eitthvað álíka

svo í þokkabót þá eru svo margir áhorfendur á bílum að þegar búið er að gefa einkunn þá flauta allir bílar....ég hélt að hestarnir myndu fælast!

 

Þetta er notla bara í garðinum hjá manni!


Guðný hér..

Ótrúlega fyndið hvað þetta nafn vefst fyrir fólki..ég td er ný búinn að taka nafnið út úr símaskránni og núna er ég að spá í að taka það út af dyrabjöllunni ..frændi minn stóð úti áðan og fann ekki bjölluna hjá mér og hann var á því að hann væri á röngum stað...það er ekki mér að kenna ef kauði fær lungnabólgu-það get ég svarið!

Búin að vera að mála hurðarnar hjá mér hvítar og er rosalega ánægð með þetta,þannig að núna er ég búinn að mála yfir allt viðar dót hjá mér reyndar misvel málað þar sem ég er ekki með þessi málningar gen í mér...var reyndar að horfa á veggina inn í herbergi hjá mér og ég er fullviss um að ég hafi verið á einhverju þegar ég málaði það..Jesús minn..þvílík vinnubrögð!

Var á heljarinnar eyðsluflippi í vikunni og tókst mér að eyða 150 þús kalli á innan við 4 tímum...maður gerir svona í kreppunni!

Guðný

 

 

 


Litháen

var flott!

Kom mér á óvart hvað hún var rosalega snyrtileg,fólk var þolinmótt þá sérstaklega í umferðinni,alstaðar frekar hæg afgreiðsla..skemmtilega sorglegt að sjá gamla fólkið selja pillurnar sínar á götuhorni ...Þetta var bara eðal ferð með eðal fólki í frábæru veðri!

SPA52645 svona veður allan tímann

SPA52643nutum þess í tætlur

SPA52677Ef maður grætur fyrir framan þessa þá gefur hún manni pening...

SPA52712kall eða kona..eða bara bæði...hennihonum vantaði pening

SPA52658..Gunni og Guðný

SPA52760Berglind hin fagra...takk fyrir ferðina dollý!

Fór með drossíuna á dekkjaverkstæði í dag búinn að humma þetta í hálfan mánuð..þoli ekki svona verkstæði missi svefn við tilhugsunina,,,finnst að það ætti að vera til verkstæði sem hringja í mann og láta mann vita að nú sé komið að dekkjaskiptingu og ná í bílinn hjá manni eða þegar komið er að skoðun og þess háttar....menn sem sjá bara um mín bílamál!

 

 

 

 


Sumar og sól

 

Gleðilegt sumar!!

SPA51201


Snar eða hvað..

Þegar maður fær að heyra frá sömu manneskjunni setningarnar...

  • Þú ert alveg snar geðveik
  • mér líður illa nálægt þér..þú stuðar mig svo
  • hver er þitt hlutverk sem sjúkraliði
  • ertu búin að lesa siðareglurnar...þú ættir að gera það og fara eftir þeim
  • Einnig að það sé búið að biðja samstarfsfélaga mína um að halda mig í vissri fjarlægð frá viðkomandi
  • Ég hafi stolið sjampóbrúsanum
  • ofl.

Þá er spr um að skella sér í nokkra daga til Litháens og jafna sig á þessum ósköpum!

 

Annars er bara allt við það sama...Fékk frábært tilboð um að skrá mig í pott og ég gæti unnið ferð út..það eina sem ég þurfti að gera var að ýta á hnappinn og skrá mig..ég gerði það og viti menn var ég ekki bara komin inn á EINKAMAL.IS þannig að ég hætti við

Skellti mér á frábæra leiksýningu í síðustu viku hjá Grunnskólanum í borgarnesið þau settu upp hárið..og þau voru frábær frá A-Ö

Svo eru búinn að vera eins og 2-3 afmæli

IMG_0059Anna sæta spæta

SPA52150Inga jóna

SPA51113 Gvendur braskari!

 

Later..

 


Meira svona í hjáverkum..

Ef fólk heldur að ég sé handrukkari í hjáverkum þá er það misskilningur...

Eiturlyfin voru mjög áhugaverð og nú kann maður triggsin..eða svona allt að því!

Helginni eyddi ég í faðmi sjálfs míns vakti á nóttunni og svaf á daginn..það er nokkuð sem tengist eiturlyfjunum ekki neitt...en það versta við þetta allt saman er að ég fæ laun fyrir þetta!

Föðurfjölskyldan skellti sér í bústað um síðustu helgi og var mikið hlegið borðað spilað..og sumir prjónuðu

SPA52564

SPA52572

20080404140447_14

20080404140734_2

20080404140738_5

Flott helgi með flottu fólki..þar sem leikhæfileikarnir gátu fengið að njóta sín..mínir samherjar voru ekkert að fatta þegar ég tók mig til og lék...'að baða út vængjum'..soltið tregir!

 


...

Kom mér næstum því á óvart hvað ég vaknaði ferlega þreytt í gærmorgun..eða þannig..ástandið var þannig að ég var engan vegin að nenna að mæta í vinnu....ákv að taka flýtipakkann á snyrtimennsku þennan morguninn og fór út með hálft andlit en þakkaði fyrir að hafa slétt hárið þegar ég var stödd í miðri ártúnsbrekkunni...neyddist til að hringja í vinnuna og tilkynna seinkun vegna mótmæla. Fréttamenn út um allt og þarna sat ég og pirraði mig á því af hverju ég drullaðist ekki til að mála mig..gat ekkert gert nema skella smá glossi á varirnar..ekki vildi ég að vörubílsstjórarnir fengju taugaáfall við það eitt að sjá mig grámyglaða á leið í vinnu..svo loksinns ákv þeir að  losa stífluna og  keyrðu á 10 með flauturnar í botni ...

..er bara ekkert að fíla þetta..allavega ekki á morgnanna!

Skellti mér á námskeið í dag frá 5-9 og næstu 3 daga um hjúkrun vímuefnaneytenda og einkenni þeirra..var svolítið hrædd um að lenda í brjáluðum mótmælum..slapp til..en námskeiðið var fínt og nú getið þið farið að passa ykkur..ég sé í gegnum ykkur!

Svo endar maður topp dag á einni nettri næturvakt..hver væri ekki til í það!


Á grænni grein...

Með hálsbólgu dauðans og hreint út sagt algörann vibba!

Kláraði nú samt næturvakta törnina ógurlegu og hjúkkan sú þýska dældi í mig norna tei í nótt..drekk nú samt ekki te en gúplaði því í mig þar sem maður er  svo dannaður...

Páskarnir voru samt flottir..

IMG_0045Sætar og vitum það

IMG_0059Fallegastar

IMG_0026Barnabarnið og amman sú svala

IMG_0082Falleg og vita af því

IMG_0091 Feðgarnir síkátu..Magnúsarnir

IMG_0100Andrea og nafna mín

IMG_0104stuð í bílskurnum..anddyri bílskúrsins...eða svona allt að því..hann var og er flísalagður ...svo smart!

Gleðilega páska og vonandi hafið þið borðað yfir ykkur af páskaeggjum og liggið það af leiðandi bakk!

 

 

 

 

 

 


Staðfesting..

Búin að tækla 2 fermingarveislur og á eina eftir..vona að ég komist þar sem það verður samanbland af mjög svo skemmtilegu fólki í þeirri veislu...er reyndar að fá einhvern skít í mig en sjáum til!

Svo held ég að það væri ekkert svo vitlaust að láta ferma sig aftur..þessir krakkar eru að fá helvítis helling út úr þessum veislum

Þarf að ræða við séra Þorbjörn Hlyn um hvort ég geti ekki staðfest ferminguna mína!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband