Heillandi eða ekki..

 

SteingeitSteingeit: Þú þarft að biðja enn og aftur um það sem þú vilt, og þér finnst það allt í lagi. Ef þú spyrð ekki, þá færðu ekki. Auk þess ertu bara enn meira heillandi í 10. skiptið sem þú spyrð.

júhúú...spyrjið bara endalaust..þið verðið alltaf jafn heillandi!

 Í þessari viku hendi ég inn uppsagnarbréfinu ógurlega og þá er stóra spr hvað á ég að fara að gera ..ætti ég að halda áfram..held ekki,vill ekki gera fólki það..færi frekar á öldrun en að vinna hérna áfram,þyrfti allavega eitthvað að gerast..eitthvað skemmtilegt,hærri laun án þess þó að þurfa að andast einn daginn á næturvöktum og enda þýsk í þokkabót!

Gæti flutt erlendis í smá tíma...Nei,ekki hægt-gæti misst af einhverju!

Gæti flutt út á land...Nei,þá yrði ég titluð sem flóttamaður!

Ein gellan á deildinni fór til Víetnam um daginn í tvo mánuði .. viti menn hún kom gift heim..ég ætti kannski að skella mér út í þrjá mánuði,,þá kæmi ég kannski gift heim og þar sem ég myndi verða í 3 mánuði þá væri ég komin með viðhald líka!

....Hvað ætti ég að gera??

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir þrjá er það gift og ólétt sko...viðhaldið er eftir 4 mánuði.

Þú getur komið og gerst nýbúi í nesinu,og læknað fólk með hausverk eins og á taugadeildinni?? :)

Fanney (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:02

2 identicon

grát

svana (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:41

3 identicon

Hehehehe snilldin þín:o)

Kristín (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 22:52

4 identicon

Hvar ertu sæta.................

svana (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband