Færsluflokkur: Bloggar

Bara eins og asni..

 

Eitt ákv símafyrirtæki hér í bæ hefur upp á sitt einskæra uppátæki ákv að leggja mig í einelti..eða gæti jafnvel talað um fjölelti!

ég fattaði (ÓVART) að það var enginn sónn á símanum mínum..ég kenndi mér um því ég var að græja þetta dót allt..en þetta var ekki mér að kenna þannig að ég hringdi í þá og var alltaf nr 10 í röðinni...síðan var ég ansi oft nr 8 svo nr 2..þannig að biðin tók mig um hálftíma

Niðurstaðan var sú að þeir tóku mig ÓVART úr sambandi og þar sem það er föstudagur og að koma helgi þá væri ekki hægt að redda þessu fyrr en á mánudaginn...sorrý!

plebbar!


Bland í poka

Get svo svarið það að ég er engan veginn komin í haustgírinn..en það hlýtur að fara að skella í hús..það get ég svarið!

Sumarið búið að vera ótrúleg a ljúft þótt ég hafi svo sem ekki gert mikið af mér annað en að njóta mín í tætlur

Sumarið byrjaði að sjálfsögðu á því að hún nafna mín varð 1 árs

 SPA52806 Algjör stuð bolti hleypur um allt og lætur hafa mikið fyrir sér..að sjálfsögðu!

Mamma flutti frá hinu fagra borgarnesi í júní og er búin að vera hjá mér en allt tekur þetta nú enda og er hún að fara að fá íbúðina sína sem er verið að græja í Mosfellsbæ..

SPA52828 meðan ég var að þrífa sólstofuna heima í nesinu þá var þessi mávur að fylgjast með mér allan tímann..hann var ugglaust að bíða eftir því að ég myndi strika fótur og detta út um gluggann,,,ég veit hann hefði bjargað mér-sumt veit maður bara!

Við Þóra skelltum okkur reglulega á skverið í borginni könnuðum lífið utan 111 og 110..það var fínt fórum oftast á Rex til að byrja með fengum 2 fyrir 1 ..áður en við könnuðum hina staðina

SPA52928 könnuðum oft hinar ýmsu blöndur!

Síðan voru Önnurnar að gifta sig með mánaðar  millibili

n740347036_1651558_2171 Anna og Raggi í góðri sveiflu

SPA53379 Anna og Þorleifur

Síðan skveraði ég mér til útlanda..tók bara bruna pakkann á þetta og flögnunarpakkann

SPA53177..en þetta var samt ljúft!

Síðan var systursonur minn að byrja í ML litla krúttið og ég ekki einu sinni 30 ára....fjúff

SPA52785 Fallegur með eindæmum!

Svona var sumar í stórum dráttum...keypti mé reyndar nýjan bíl..en það er líka eitthvað sem maður gerir reglulega,,allavega á svona tímum!

Nægt í bili..later

 


kindarleg

Hvað get ég  sagt..stundum hugsa ég eins og kind

falleg snót!


Það er að gerast..

Fríið er búið...

Byrja vikuna með stæl á bjetveim..og það á 3 næturvöktum,,held ég sé að fá gubbuna!


Menning frá A til Ö

Skveraði mér í útifötin í gær og gerðist menningarleg í rigningunni með bakpoka  og var að fíla mig í tætlur...leið svona eins og nettum túrista...meira að segja fór ég í strætó!

SPA53245 Við Sara á skólavörðustígnum eftir að hafa hlustað á Hraun í einu portinu..

SPA53236 Anna Huld var gæsuð í leiðinni..byrjuðum í grasagarðinum

SPA53255 Síðan var mohito smökkun frameftir kvöldi

SPA53252 og mohito plantan kom sér vel...þetta eru þeir að rækta í kópavogi!

 

 

 

 


...

 

SPA53137Við systur skelltum okkur í eins og eina verslunarferð eins og þið sjáið...

SPA53164Alltaf fengum við staup eftir matinn og litla dýrið líka..fyrsta kvöldið fengum við allar sleikjó

SPA53168 Inga og Pabbi

SPA53177 Við Hildur vorum meira í því að taka sjálfsmyndir..enda fallegar!

SPA53190 Við feðginin...

SPA53217 Við systur síðasta kvöldið þar fengum við líka sleikjó og staup..og einum þjóninum fannst við systur ekkert allt of líkar!

SPA53211 Settið..takk fyrir frábæra viku!

Heimferðin tók allt of langan tíma,,áttum að lenda hálf 3 heima en lentum rúmlega 5 því við þurftum að næla okkur í smá eldsneyti í skotlandi síðan þegar það var búið þá kom upp smá bilun og loks þegar við lentum í keflavík þá bilaði eitthvað þannig að við komst ekki strax út..þannig að ég var að lenda í árbænum rétt um 7 á miðvikudagsmorgun

En þetta var eðal ferð...

 

 


allt að gerast..

eða hitt þó heldur!

 Komin heim frá Lanzarote úr allt of miklum hita og heimferðin tók allt of langan tíma...það munaði svo litlu að ég hefði öskrað af pirringi í vélinni...en ég kann mig!

blogga meira síðar ..eða eftir að þessi hamskipti í andlitinu hafa lokið sér af..þannig að ég verð heimavið!


Sjúúklegaa....

góð helgi að baki

 Frábært brúðkaup á föstudaginn hjá Önnu og Ragga og þau voru svo falleg

SPA53006 Hjónakornin

SPA53014 veislustjórarnir síkátu!

SPA53110 Ekkert annað að gera en að hanga á erlunni undir lokinn!

SPA53102 Kolla og Óli

Eintóm hamingja og gleði....

Lanzarote kallar......

 

 


fjúffff

Haldið þið að maður sé ekki bara komin í sumarfrí....og hef ég ákv að njóta mín í tætlur!

Brúðkaup á föstudaginn ...svaka stuð þar,efast ekki um það!

Lanzarote á þriðjudaginn...svaka stuð þar líka...efast ekki um það!

Annars átti ég magnaða helgi án þess að fara á útihátíð...

SPA52949 Ingvarinn svellkaldur

SPA52953 og Berglind

Later

 


júhú..

Átti sjúklega góða helgi í faðmi sjálfs míns og taugadeildarinnar og eftir þessa næturvakt þá á ég eftir 3 vaktir og þá skellur á sumarfrí..þannig að þann 4 ágúst kl:4 þá er ég komin í sumarfrí!!

Nú er Ási minn farinn frá mér og þeir sem hafa áhuga þá er hann staddur í Brimborg og bíður eftir að einhver kaupi sig, og í staðinn fyrir ásapjása þá keypti ég mér volvo og nú verður fólk að sjá um að hefla göturnar sjálft í vetur því ég hef sagt starfi mínu lausu og hef ákveðið að vera ótrúlega hipp og kúl og bruna yfir allar snjóhindranir!

Reyndar eru smá samskiptaörfugleikar hjá okkur svona fyrstu dagana..hann er nefnilega beinskiptur og það eitt að stoppa á ljósum og skipta á réttum tíma er ekkert grín þannig að ef þið sjáið mig stoppa alla umferð á ljósum þá megið þið koma og redda málunum!!

Að öllum líkindum hugsanlega ..kemur í ljós þá er planið að eyða áramótunum í NY brottför þann 28 þannig að ég verð heima þegar talan 30 skellur í hús..engar áhyggjur!

Langar ykkur annars ekki til að koma með til NY...?

Það er tvennt planað í sumarfríinu það er brúðkaup hjá Önnu og Ragga þann 8

Síðan ætlar pabbi að bjóða konunum í sínu lífi til Lanzarote þann 12

 

Hvað með ykkur??


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband