15 júlí..

bara skella á jól áður en maður veit af!

Ákvað að blogga yfir Bjarka ..enda maðurinn orðinn 40 fyrir löngu síðan ..svo á líka Helga mín afmæli í dag..Til hamingju með afmælið sæta kona!!

Anna vinkona var gæsuð um helgina..nenni nú varla að blogga um það en það var allt of mikið rok og brjáluðu rigning upp í bolöldu þar sem hún var látinn hjóla smá og maður endaði hund votur í fæturna

SPA52853  Mætti á svæðið í roki og rigningu og nettum vibba  SPA52854

en allt hafðist þetta nú og hún kom heil út úr þessum ósköpum.

Eftir hád þá brunuðum við Anna Huld og Berglind á selfoss til hennar Ingu Drafnar í 30 ára afmæli þvílík veisla sem við lentum í ...já og rigningu og þoku!

Síðan var bara haldið áfram og hitt  stelpurnar sem voru að gæsa grilluðum saman og höfðum gaman saman því það er svo gaman.

SPA52863 Anna gæs......SPA52899 og mamman mætti á svæðið

Enduðum reyndar bara fjórar í bænum og ég var svo mikill félagsskítur að ég stökk beinustu leið á Nasa og hitti þar Þóru og Systir hennar og þar voru Hjálmar að spila og þeir voru ferlega skemmtilegir...

SPA52911 Við Þóra á góðri stund

--------------

Lét meta bílinn minn í dag og þeir hjá Brimborg eru til í að taka hann upp í á 2.4 upp í nýjan bíl...var samt búin að sannfæra sjálfa mig að næsti bíll yrði notaður..allavega 1 árs.Ég er búinn að eiga 4 bíla um ævina og alla nýja þannig að nú er komin tími til að vera hipp og kúl og kaupa notaðan bíl...verð allavega að sofa á þessu..þessir sölumenn eru bara svo brjálaðir að maður fær varla að sofa á þessu..

Nægt í bili

Later

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast elsku Maren mín:o) Það var eins gott að ég fór ekki að strita í bænum langt fram eftir morgni eftir gæsunina þar sem ég fór í þessa svaðalegu óvissuferð á sunnudeginum:o) Var svo ánægð að vera bara hress og kát þegar ég vaknaði:o)

Nú er manni bara farið að hlakka til að fara í brúðkaupið og hafa það gaman. Þar verður dansað fram á rauða nótt:o) Ætli hljómsveitin sé búin að læra lagið þitt??' :o)

Kveðja KRistín

Kristín (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 16:19

2 identicon

Það hefur verið brjálað að gera í stuðinu hjá þér!

Þú varst víst farin af vakt þegar ég koma á spítalann í dag til Jóa, en ég bað hann fyrir kveðju til þín! :)

Þú hugsar vel um hann fyrir mig ;) eeeeextra vel hehehe. 

Fanney Þorkels (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband