Bland í poka

Get svo svarið það að ég er engan veginn komin í haustgírinn..en það hlýtur að fara að skella í hús..það get ég svarið!

Sumarið búið að vera ótrúleg a ljúft þótt ég hafi svo sem ekki gert mikið af mér annað en að njóta mín í tætlur

Sumarið byrjaði að sjálfsögðu á því að hún nafna mín varð 1 árs

 SPA52806 Algjör stuð bolti hleypur um allt og lætur hafa mikið fyrir sér..að sjálfsögðu!

Mamma flutti frá hinu fagra borgarnesi í júní og er búin að vera hjá mér en allt tekur þetta nú enda og er hún að fara að fá íbúðina sína sem er verið að græja í Mosfellsbæ..

SPA52828 meðan ég var að þrífa sólstofuna heima í nesinu þá var þessi mávur að fylgjast með mér allan tímann..hann var ugglaust að bíða eftir því að ég myndi strika fótur og detta út um gluggann,,,ég veit hann hefði bjargað mér-sumt veit maður bara!

Við Þóra skelltum okkur reglulega á skverið í borginni könnuðum lífið utan 111 og 110..það var fínt fórum oftast á Rex til að byrja með fengum 2 fyrir 1 ..áður en við könnuðum hina staðina

SPA52928 könnuðum oft hinar ýmsu blöndur!

Síðan voru Önnurnar að gifta sig með mánaðar  millibili

n740347036_1651558_2171 Anna og Raggi í góðri sveiflu

SPA53379 Anna og Þorleifur

Síðan skveraði ég mér til útlanda..tók bara bruna pakkann á þetta og flögnunarpakkann

SPA53177..en þetta var samt ljúft!

Síðan var systursonur minn að byrja í ML litla krúttið og ég ekki einu sinni 30 ára....fjúff

SPA52785 Fallegur með eindæmum!

Svona var sumar í stórum dráttum...keypti mé reyndar nýjan bíl..en það er líka eitthvað sem maður gerir reglulega,,allavega á svona tímum!

Nægt í bili..later

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Alltaf í stuðinu..en hvernig var með kkmarkaðinn,var hann ekkert kannaður í sumar??

Stína stuð (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband