Færsluflokkur: Bloggar

Gleðilegt ár!!

Árið verður klikkað

Ég hef allavega ákveðið það

Annars er ég bara nokkuð góð.. á næturvakt sem er líka svona skemmtilega leiðinlegt...maður á að sjálfsögu alls ekki að vera að vinna á nýársnótt en það er í lagi núna,missti reyndar af skaupinu þannig að ég horfi bara á það á morg.


27 Des

Talan 29 er komin í hús

Júrópartý 009

Alltaf eins


jólin..

 Skellti mér austur á laugardaginn og kom suður í gær í snjóbil..skildi drossíuna eftir og fékk jeppann hennar múttu lánaðan...hefði líka getað fengið traktor...

SPA52060

SPA52065

SPA52075

SPA52073

Skellti mér í nesið á annan í jólaboð til ömmu..

SPA52088

SPA52091

SPA52118

....Brot af því besta

ætla að njóta þess að vera 28 ára í smá stund

 

 


27 Des

Ekki það að það skipti máli en það væri rosalega gott ef þið mynduð hafa þennan dag bak við eyrað

 

Svo vil ég óska ykkur gleðilegra jóla og vonandi hafið þið það sjúklega gott borðið á ykkur gat og liggið kylliflöt í sófanum með góða bók í hönd

Ég verð í sveitinni í blússandi stuði!


Skúli fúli..

eða hann er alls ekki svo fúll...

hann er gullfallegur ungur drengur mjög svo skemmtilegur og alveg ferlega sætur.Hann er að útskrifast í dag litli snúllinn frá fjölbraut á skaganum

Á enga boðlega mynd af kauða nema í faðmi föðurs síns...svona nett feðgastund!

En eitt er víst að það er sjónasviptir fyrir fjölbraut á skaganum að missa þetta sjarmatröll úr göngum skólans

Til hamingju með þennan merka áfanga.


afmæli..

SPA51854

Hún á afmæli í dag stelpuskjátan..held hún sé 27 ára!

Stúlkan er falleg innan sem utan...TIL HAMINGJU VALDÍS!

Ég er voðalega ánægð að þetta afmæli sé gengið í garð.Því þá getið þið farið að telja niður dagana þar til ég ..ELSKU ÉG á afmæli..7 dagar

Skrítið með þessi jól. Á hverju ári hugsa ég mér að klára jólagjafirnar og þetta allt snemma...það er mér lífsins ómöglegt að vera tímalega..er alla daga með öngulinn í rassinum hlaupandi á milli búða með vísa í annarri og poka í hinni.

 


.

SteingeitSteingeit: Þínir nánustu elska hversu hógvær þú ert. Haltu áfram á þeirri braut - ekki af því að öllum líkar við þig heldur er það frelsi fólgið í hógværðinni.

 Jólagjafalistinn

er tilbúinn

 

 

nr:38

Það er alveg meira sko...byrjum á þessu


..

Þegar maður er á næturvakt þá er ótrúlegt hvað maður getur lesið sama blaðið aftur og aftur og alltaf komist að einhverju nýju..ótrúlegt!

Núna er ég td búin að vera að lesa plötutíðindi enn eina ferðina...ég er samt ekkert að þora að gefa disk það eru allir með ipod,mér finnst eins og maður sé bara 'pínku' halló með að gefa geisladisk..en ég er sko alveg til í diska

Hreinlega sjúk í þá

Á samt erfitt með að velja á milli Siggu Beinteins Geir Ólafs nú eða Helgu Möller

....Hálftími eftir-mikið rosalega er þetta alltaf lengi að líða!


Get svo svarið það..

Mjög svo ánægð með Þessa stjörnuspá..og ég tek alltaf mark á þeim!

SteingeitSteingeit: Þú verður að að afla meiri peninga ef þú átt að geta haldið í við þennan lúxus-smekk sem þú hefur. Finndu þér lærimeistara og þróaðu með þér siði ríka fólksins.
Þar sem maður er alltaf svo djöfull almennilegur  jólamánuðinn alltaf að gefa og styrkja þá sem minna mega sín og finnst mér það nú ekki tiltökumál...En þegar maður er búin að styrkja svo mörg félög að maður þarf að fara biðja vini og ættingja að styrkja sig til að geta haldið áfram að styrkja þessi félög þá þarf maður að fara að velja og hafna..mjög erfitt þar sem maður vill leggja sitt af mörkum en svona er þetta.Ég hef t.d alltaf keypt jólakort frá krabbameinsfélaginu en í ár keypti ég jólakort frá blindravinafélaginu..sölumaðurinn var eitthvað svo sætur!
Þið sem eruð inn í ár fáið kort frá blindravinafélaginu!

Það var og...

Fór með mínum ástkæra systursyni í skóleiðangur í smáralind um helgina.

Eftir velheppnaða ferð þá þurfti ég aðeins að droppa í Rúmfó fyrir móður hans og kaupa ákveðna hluti. Ég sagði við Hrein að ef hann sægi eitthvað flott t.d í herbergið sitt þá læti hann mig vita og við myndum skoða það. Eftir að ég var búinn að drösla unglingnum yfir hálfa búðina og ryðjast yfir fjöldann allan af fólki þá sagði kauði að hann hefði reyndar séð eitt flott fremst í búðinni það væri svona sem opnast og lokast til skiptist....já,frábært skoðum það á eftir ég ætla að kippa einni gardínustöng og svo skoðum við þetta...ég dröslaði drengnum til baka með gardínustöng jólaljós og fl og fór með hann fremst í búðina til að skoða þetta sniðuga.....ég stoppaði og skoðaði mig um eftir þessum hlut.. hann sagði ekkert og brosti....hvar er þetta dót Hreinn....hann brosti enn meira og fannst ég heldur betur klikk...Hann var nefnilega að tala um rennihurðina...hann nennti alls ekki að vera með mér í þessum leiðangri og vildi komast í burtu.

Svo sagði hann mér brandara sem ég ætlaði alls ekki að fatta...það tók mig allavega 10 mín...

Skil ekki unglinga!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband