26.9.2007 | 03:57
Hananú!!
Steingeit: Búðu til mikið umstang í kringum smáatriði. Þú ert auðvitað að ýkja, en þannig ertu bara. Það þýðir ekki að það sé rangt - bara mjög mikið þú.
Og hananú!
Er á næturvakt núna og hygg að þið séuð í fasta svefni,engar áhyggjur ég hugsa fallega til ykkar og líka Begga hennar Erlu Hönnu... En mikið rosalega verður ljúft að smjúga sér heim í morgunsárið..en ég ætla mér að sofa hratt því ég mæti í vinnu eftir hád.Svo er það vinna á fimmtudag þá er það helgarfrí..svona er nú vaktarvinnan ljúf,,,ljúf sem lamb!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.9.2007 | 14:39
Og hananú

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 17:00
Afmæli...
Berglind Lilja stórvinkona mín á afmæli í dag.
Ekki er nú aldurinn hár 27 ára...Þetta er afrekskona Hólmara,ef hún byggi ekki í hólminum þá væri engin Hólmur..Hún ákv að að taka Bifröst með annarri og þar sem það var ekki nóg þá ákv hún að stofna líkamsræktarstöð.Þar sem sólarhringurinn er aðeins lengri hjá henni en hjá flestum okkar þá var ekki nóg fyrir hana að vera í fjarnámi á Bifröst vinna sjá sýslumanninum 8-4 og í líkamsræktarstöðinni 5-9 þá ákv hún að byggja sér hús í frítímanum sínum...stórt og fallegt hús. Svo þegar hún var búin að byggja húsið og pall þá var ákv að braska smá og kaupa annað fyrirtæki.
En hún Berglind mín er einstök manneskja og er falleg utan sem innan.
Elsku Berglind! Til hamingju með afmælið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2007 | 19:37
Get svo svarið það..
Ég kom ekki nálægt fíkniefnafundinum á Fáskrúðsfirði...veit ekki einu sinni hvar Fáskrúðsfjörður er!
Ætli Gulli ráðherra væri til í að gera starfslokasamning við mig...Gott ef það væri dálítið vel í hann látið..svona eins og fótboltaþjálfararnir eru að fá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.9.2007 | 17:29
Boðskort
Nú fer þetta að skella i hús...öllum boðskortunum í þrítugsafmælin.
Næsta ár verður sko pottþétt ár áranna!
Var að fá boðskort frá Erlu perlu í smá tjútt 6 okt
Eins gott að ég er desember barn..svo langt í þetta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2007 | 19:25
Sveitin og bíó
Skellti mér í borgarfjörðin um helgina og fór upp í Norðtungu í gær og Hamraenda með múttutúttu.
Hún var búin að baka slatta og var með góðan efnivið í kjötsúpu sem hún ætlar að elda i dag til að gefa þreyttum leitamönnum
Þar sem ég er að fara á næturvakt í kvöld tók ég ekki áhættuna á að taka á móti safninu þar sem þeir geta komið á hvaða tíma sem er niður þannig að ég skellti mér í bæinn og fór í bíó.Myndin Astrópía varð fyrir valinu og hún var alveg ferlega skemmtileg,mæli hiklaust með henni!
Fór með Ernu og Kristínu og það voru litlir gæjar sem sátu fyrir ofan okkur og þeir voru alltaf að kvarta hvað Erna væri með stóran haus og hárið alltaf út um allt...þetta var alveg að fara með þá!
... Erna með stóra hausinn sinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 16:31
simi.is
Síminn hjá mér er farin að leika mig grátt
Oftar en ekki stendur ´simkort ekki tilbúið´..og ég get ekkert gert..oft fæ ég sms deginum eftir sendingar frá viðkomandi-hvimlegt!
Slekk á símanum og kveiki aftur ..þá er þetta í lagi,,í smástund allavega.
Fór í símann í dag og spurði ráða.
Vissu ekkert í sinn haus,ættir að fá þér nýtt kort eða hreinlega að fá þér nýjan síma þar sem þessi er komin til ára sinna
Common...hann er ekki nema rúmlega 3 ára og mjög smart!
.....Svo eru réttir heima um helgina,blússandi gleði og hamingja fara upp á morg og koma niður á sunnudag í mis góðu ástandi....af einhverri ástæðu kemur minn ættbálkur alltaf hálf skrautlega niður,óskiljanlegt!
En þeir koma allavega með einhverjar rolluskjátur niður,og það er fyrir mestu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.9.2007 | 18:16
Borgarnes
Þar sem ég var að vinna seinast þá var sá sem ég var að vinna með alltaf að tala um að það væri aldrei logn í nesinu.Þegar hann væri að fara norður sem var ósjaldan þá þurfti hann að aka í gegnum Borgarnes og alltaf var rok ekki eitt tré beint allt hálf skakkt og liggjandi hreinlega!
Ég er alls ekki sammála þessu


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.9.2007 | 20:29
Get svo svarið það!!
Hvað er þetta með laugardagskvöldin í sjónvarpinu...er ekki hægt að sýna þennan fótbolta á annarri rás nú eða sýna hann bara seinna..t.d í nótt eða fyrramálið
Ætti kannski að vera smart á því og fá mér bjór og horfa
Held ekki!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2007 | 18:24
7 ár
Hvað ert þú eiginlega búin að búa á íslandi lengið?
....ég er sko íslenskur ríkisborgari
Já,en hvað ertu búin að búa á íslandi í mörg ár
...ég er íslenskur ríkisborgari
já,ég veit!,,en hvað ertu búin að búa hér lengi
....7 ár
.....Mér persónulega finnst að það ætti að skilda þessa útlendinga sem eru allavega með ríkisborgararétt að tala skiljanlega íslensku....ég er ekki einu sinni viss um að þeir skilji hvað maður er að steypa í þeim!
...Er eitthvað að láta þetta pirra mig þessa dagana
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.9.2007 | 13:50
Frábær helgi...
Þessi helgi hefur verið með eindæmum góð. Hún hefur farið að mestu leiti í vinnu og leti. Ákv að eyða laugardagskvöldinu í faðmi sjálfs míns og sjónvarpsins...dagskráin ætlaði á köflum að drepa mig,hún var svo leiðinleg. America's got talent á stöð 2 og Danskeppni evrópskra sjónvarpstöðva..svo var mynd með John Travolta á bíórásinni,hann er ekkert minn uppáhalds leikari..en hann reddaði kvöldinu!
Þar sem dagskráin var ekkert upp á marga fiska fyrripart kvölds þá fór ég á netið að skoða íbúðir...sá margar flottar og þar á meðal eina í breiðholti tæp 100fm á 21.9...en það gengur ekki upp þar sem hún er í gettóinu og í þokkabót unufelli !
Vil ég þá frekar vera í árbænum þar sem allt getur gerst..allavega á minni hæð. Þar sem íbúar andast eða menn lemja konurnar sínar, lána þær til vinanna nú eða það nýjasta að það sé skotið á stofugluggann með loftriffli...hver er ekki til í það á góðu laugardagskvöldi!
Svo fór kvöldið í að skoða vinnu,,,mig langar svo í betri vinnu þar sem launin eru ögn betri en ég er með...kannski ætti maður bara að flytja,hvert ætti ég að flytja???
Later
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.8.2007 | 14:05
Mála frú Pála
Það er eitthvað sem verður að fara að gerast á mínu heimili.En þeir sem þekkja mig vita að ég er með eindæmum lengi að mála og ég mála bara frekar illa...eða réttara sagt mjög illa!
Einn ágætur frændi lítur alltaf inn í herbergi hjá mér þegar hann kemur,,,og ekki kemur hann oft! En hann verður alltaf glaður þegar hann sér málningarhæfileika mína og það að mála á hurðalistana er eitthvað sem vekur mikla lukku hjá fólki.
Þar sem ég er mjög langrækin ung kona þá er ég að hugsa um að láta þá mála fyrir mig sem gleymdu afmælinu mínu...ég er strax komin með nokkur nöfn!
Einnig myndi ég láta laga lausu parketplötuna,setja lista inn i herbergi,taka baðið í gegn og væri sniðugt að láta þrifa ummerki mín á hurðarlistunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2007 | 04:41
...
Fyrsta vaktin eftir sumarfrí er akkúrat núna....þessar næturvaktir geta drepið mig!
En ég verð komin undir sæng kl 08:30 og þá eruð þið að pirra ykkur yfir því að þurfa að vakna grámygluð og ógeðsleg hárið úfið og stírurnar niður á hnéspætur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)