5.11.2007 | 01:00
Jerimías
Allt að gerast eða hitt þó
Mútta tútta bauð okkur út að borða í gær á lækjarbrekku vorum 10 saman heljarinnar stuð og stemning svo skaust ég á eina næturvakt eða svo...
Núna er ég bara að klára næturvaktatörnina mína og ég verð sjúklega hamingjusöm þegar ég geng út af deildinni...þær eru dálítið ekki ég þessar næturvaktir!
Jólahlaðborð 8 des á Brodway
Jólatónleikar 8 des í laugardalshöll
Miðar komnir í hús og nú þurfa sumir að leggja höfuðið í bleyti
Vil ég láta Bjögga syngja í mig jólin og eiga frábæran sunnudag
Vil ég skemmta mér konunglega í góðra vina hópi langt fram eftir nóttu og missa úr einn sunnudag
Spr um að velja og hafna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2007 | 21:33
Mary poppins..


Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.10.2007 | 14:45
snjór
Bara byrjað að snjóa
Eintóm hamingja og gleði með það ...eða svona þannig.
Fólk getur samt ekki ætlast til þess að ég fari að dúndra vetrardekkjunum undir,ég er bara ekki þessi verkstæðistípa!
Svo fer Boston að banka upp á....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2007 | 13:21
rok og rigning..
Í dag | Á morgun | Föstud. | |
K.höfn | ![]() | ![]() | ![]() |
Akureyri | ![]() | ![]() | ![]() |
Reykjavík | ![]() | ![]() | ![]() |
New York | ![]() | ![]() | ![]() |
Egilsst. | ![]() | ![]() | ![]() |
London | ![]() | ![]() | ![]() |
Ég þoli ekki þetta veðurfar þessa dagana.
Ég get umborið úða..en úrhelli og rok i sama pakkanum er of mikið...og í þokkabót er áttin þannig að ég get ekki haft opin glugga því þá rignir inn og allt á flot...lyktin heima hjá mér er eins og hjá háöldruðum einstaklingi sem hefur ofnæmi fyrir fersku lofti!
Ég vil frost..ég þoli það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2007 | 15:54
Laktósa..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 21:22
Dáleidd..
Horfði á einn ágætan sjónvarpsþátt áðan
Pétur Ben og Mugison spiluðu
Pétur Ben var koggsrólegur með gítar í hönd
Mugison var eins og parkinson sjúklingur með aukahreyfingar á háu stigi með gítar í hönd
Þeir sungu og spiluð saman og ég varð dáleidd af þeim..þeir voru og eru geggjaðir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2007 | 12:17
Húsmóðir.is
Þeir sem ekki vissu það þá er ég húsmæðraskólagengin og það er hittingur í kvöld!
Húsmæður banka ekki uppá hjá nágrönnunum og biðja um skiptilykil.
....Það er bara ekki þannig!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2007 | 16:57
Skiptilykill
Mig vantar það sjúklega mikið.Þetta er notla nett tryllitæki sem ég luma alls ekki á.
Og þetta er þannig tryllitæki að ég myndi alls ekki banka upp á hjá nágrannanum og spyrja hvort hann gæti lánað mér skiptilykil!
...Sumt gerir maður bara alls ekki!
Á leið minni um Bústaðarveginn áðan sá ég mann með sítt hár en samt var hann eiginlega sköllóttur..frekar spes!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2007 | 17:23
Jerimías!
Laxerolía í samlokum í Brekkubæjarskóla á Akranesi
Síðastliðinn fimmtudag urðu nokkrir nemendur tíunda bekkjar Brekkubæjarskóla á Akranesi uppvísir að því að spilla samlokum sem þeir seldu í brauðsölu innan skólans. Settu þeir laxerolíu á nokkrar samlokur og seldu þær. Nokkrir nemendur veiktust í kjölfarið. Greint er frá þessu á Skessuhorni.
Skólayfirvöld fullvissa aðra nemendur og forráðamenn þeirra um að slíkt eigi ekki að geta endurtekið sig. Í tilkynningu frá skólayfirvöldum segir m.a: Þegar hefur verið tekið á þessu máli hér í skólanum með fullum þunga. Við erum búin að komast fyrir rót vandans og höfum gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt geti nokkurn tíma hent aftur. Við höfum breytt öllu skipulagi á afgreiðslu í brauðsölunni, auk þess sem hún var þrifin í hólf og gólf.
Þá segir einnig í tilkynningu skólayfirvalda að nemendur unglingadeildar sem hafa keypt af brauðsölunni fram að þessu geta verið þess fullvissir að fullkomlega óhætt verður að versla þar héðan
....Er einmitt að fara á skagann á Fimmtudaginn spr hvort það verði búið að laxera fyrir manni!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.10.2007 | 05:47
Maður spyr sig..
Svandís Svavars segir ,,Valhöll getulaus í erfiðum málum"
það er á hreinu að konan hefur munninn fyrir neðan nefið! Ef hún héti ekki Svandís og væri Svavarsdóttir þá myndi ég halda að hún væri kolvitlaus konan!
Hvernig ætli blóðþrýstingurinn sé hjá henni?
Megas í kvöld..ég er til ef þið eruð til
..Eins og ég segi ,,,,fallega ljótur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2007 | 19:32
Og hananú..
Búin að vera tölvulaus í hálfan mánuð og á þeim tíma sá ég hver er húsbóndi á mínu heimili,dálítið spes!Lét hreinsa hana alla og þeir ætluðu að láta mig borga tæp 27 þús fyrir það...hélt nú ekki og eftir smá umræðu endaði ég í 15 þús.
Lenti í frekar ótrúlegri lífsreynslu í síðustu viku var að koma af kvöldvakt og beið á ljósum hjá pizza Hut þá opnast farþegahurðin hjá mér og inn kemur maður og segist ætla að fá far..ég horfi á hann hálf sjokkeruð og segist vera á leið í árbæinn..hann ætlar samt að fá far.Ég keyri af stað með farþega minn með von um að löggan muni stoppa mig,,(sem ekki gerðist) en ef gæinn hefði sparkað mér út þá hefði ég ugglaust tekið stýrið með mér stressið var það mikið.Hann stökk út á næstu ljósum uppi í árbæ.Ég læsti bílnum og meig næstum því á mig af hræðslu....
Fór í afmæli síðustu helgi hjá Erlu perlu...feikna mikið stuð
Megas að spila um helgina...Hverjum langar að koma með mér???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.10.2007 | 14:57
Jæja...
Ég veit ekki með ykkur en ég er ok!
Netið liggur niðri hjá mér..sá eða sú sem bjargar því kemst í himneska tölu!
Afmæli í kvöld...það verður gleði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2007 | 00:06
óvænt
í meira lagi
Fékk óvænt næturgesti í í gærkvöld.Ekki var það nú leiðinlegt og var það allt bílnum þeirra að kenna..miðstöðin í ólagi og ekki var hægt að bruna í sveitina í rigningu og köldum bíl með fallega fólkið innbyrðis.
Stuð í vallarásnum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)