13.3.2008 | 20:34
Get svarið það..
Búin að vera með pensil á lofti í smá tíma,Málaði höldurnar á skápunum hvítar og í raun allt þetta viðar dót á innréttingunni..stundum grípur mig eitthvað æði og það sem gerðist núna var að allt þetta viðardót varð að hverfa finnst það svo ósmart. Þetta er svipað og þegar ég greip það í mig að hillusamstæðan mín væri ferlega ljót og skrúfaði hana í sundur og lét pabba fara með hana á haugana í des..og ég er að sjálfsögðu ekki komin með neitt í staðinn...en það kemur!
Nú vill ég helst mála hurðarnar og gluggakisturnar hvítar..
Svo keypti ég mér hillu í Ikea og skveraði henni saman á smá tíma og keypti líka svona kassa til að hafa í hillunni....en af einhverri ástæðu er mér lífsins ómöglegt að koma kassanum saman búin að vera í 3 daga að reyna..ekkert gengur..samt eru leiðbeiningar!
Er einhver til í að skvera honum saman fyrir mig?
Svo er ég búin að mála smá brúnt hjá mér...fallegt er það!
Svo er það bara sálin á morgun ætla fara með Berglindi og Sörunni ógurlegu
Jæja best að fara að græja þennan kassa..það stendur reyndar að ég geti hringt í ikea og beðið um aðstoð...veit ekki alveg hvort stoltið þoli það
Athugasemdir
maður á aldrei að kaupa nema einn hlut í einu frá ikea sem þarf að skrúfa saman. hrikalega leiðinlegt.
Fanney (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 20:41
það stendur í leiðbeingunum sem fylgja kassanum 4. dagar í samsetningu
- ekki gefast upp - þú getur þetta
kv. ikea
ikea (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 22:40
4 dagar...þá ætti þetta að ganga upp á morg!
Maren, 14.3.2008 kl. 00:34
Blessuð & sæl mín kæra Ohhhh var ekki gaman á Sálinni?? Ég ætlaði sko að fara, löngu búin að kaupa miða og alles en nei nei mín er nú svo klár að mér tókst að slíta eins og eina hásin í leikfimi og í staðin fyrir að vera skoppandi á Sálinni lá ég upp í bedda á Borgarspítalanum með gips upp að hnám...... Voða spennó eitthvað á meðan allir hinir djömmuðu með Sálinni Frekar svekt svona....
En svona er lífið það gengur upp og niður Knúsi knús og hafðu það nú gott yfir páskana!
kv Sólveig
Sólveig (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.