14.2.2008 | 20:12
Æfingarakstur..
Systir mín er að skella í 17 á þessu ári
Hún brunar um götur bæjarins með karli föður mínum og græna skiltið að aftan ÆFINGARAKSTUR þau una sér vel á rúntinum ,,en viti menn ég er á listanum hennar um að mega fara með henni á rúntinn og ætli minn bíll sé ekki skráður þar líka!
Það mætti halda að ég væri að verða þrítug...
Athugasemdir
hæ sæta ég bara hreinlega fattaði ekki að ýta á nafið þitt hahahaha
María Jóna (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 21:38
Nja er það ekki bara 25 ára B ???
núhh eða C ..... ???
SaraN, 14.2.2008 kl. 22:35
Guðný Maren Ingólfsdóttir! Hvar í ósköpunum fannstu þessa mynd?
ekki sátt.. eeekki sátt
Hildur (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 20:53
HA???? Ertu ekki að grínast, er litla systir að verða 17 úfffffffff! Hvað er ég þá eiginlega gömul, man þegar ég var að skipta um bleiu á henni En þið eruð allar voða sætar og fínar:-)
Knús til ykkar allra
Sólveig (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 23:00
haha..þetta er ótrúlega fljótt að líða allt saman!
Ef þú er ekki viss Sólveig þá get ég sko þokkalega sagt þér töluna þína..er það ekki núna 25 feb..þrjátíuogþriggja ára snót
Og Hildur,ef þú ert ekki sátt við þessa mynd þá getur þú átt þig..eða sent mér mynd sem myndi henta
Maren, 15.2.2008 kl. 23:22
Hvað segir það um mann ef bróðir manns á stelpu sem er komin með æfingarakstur og maður er í bókinni yfir fólk sem má fórna bílnum sínum og sitja í "the death seat" meðan að barnið, sem á klárlega enn að vera með bleyjum, æfir sig að að keyra???
Ég sem er ekki nema rétt um tvítugt!!!! Get svo svarið það Maren, við eldumst meira á pappír en í raun held ég :)
Berglind Lilja (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 07:50
...soldið spes allt saman!
Maren, 16.2.2008 kl. 11:25
það er eins og hildur sé með geislabaug á þessari mynd, en hún er nú soddan engill þessi elska ;)
Inga (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 12:11
Jájá Maren mín, þetta líður allt saman. Ég ætti að vita það, litli stráurinn minn að klára 10 bekk og framhald í haust ég meina hann er nýfæddur, og systir þín örstutt síðan að hún var bara pínuponsu lítil krúsídúlla.
Heiða Björg (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.