10.12.2007 | 02:25
Það var og...
Fór með mínum ástkæra systursyni í skóleiðangur í smáralind um helgina.
Eftir velheppnaða ferð þá þurfti ég aðeins að droppa í Rúmfó fyrir móður hans og kaupa ákveðna hluti. Ég sagði við Hrein að ef hann sægi eitthvað flott t.d í herbergið sitt þá læti hann mig vita og við myndum skoða það. Eftir að ég var búinn að drösla unglingnum yfir hálfa búðina og ryðjast yfir fjöldann allan af fólki þá sagði kauði að hann hefði reyndar séð eitt flott fremst í búðinni það væri svona sem opnast og lokast til skiptist....já,frábært skoðum það á eftir ég ætla að kippa einni gardínustöng og svo skoðum við þetta...ég dröslaði drengnum til baka með gardínustöng jólaljós og fl og fór með hann fremst í búðina til að skoða þetta sniðuga.....ég stoppaði og skoðaði mig um eftir þessum hlut.. hann sagði ekkert og brosti....hvar er þetta dót Hreinn....hann brosti enn meira og fannst ég heldur betur klikk...Hann var nefnilega að tala um rennihurðina...hann nennti alls ekki að vera með mér í þessum leiðangri og vildi komast í burtu.
Svo sagði hann mér brandara sem ég ætlaði alls ekki að fatta...það tók mig allavega 10 mín...
Skil ekki unglinga!
Athugasemdir
Gæti verið að þú sért OF saklaus....
Stína stuð.. (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:00
Nú veistu hvað ég bý við
húmorinn allllveg í hávegum hafður
Heiða stóra systir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:16
Mér finnst að þú eigir að gefa honum rennihurð í jólagjöf, fyrst hann varð svona hrifinn af henni. Væri alveg til í lyftu...þú kannski reddar því fyrir mig?;)
Inga litla systir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:29
Æi,, Þú getur verið svo dööööö, eitthvað stundum but we love you anyway
Kiddi Jói, 11.12.2007 kl. 15:55
Það er bara flott að vera ljóska af og til.
En frændi þinn er allavega með góðan húmor, það verð ég nú að segja.
Knús á þig sæta
Jólakveðja frá Horsens
Hrefna (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.