Facebook..

Undarlegt helv... skráði mig inn á þetta fyrir mörgum mánuðum bara til að geta fylgst með Hildi minni á króknum og skoðað myndir frá henni...en svo núna að undanförnu er fólk að adda mér inn eins og það eigi lífið að leysa...kann ekki rass í bala á þetta enda skoða ég bara myndirnar og sendi í mesta lagi Svönu 'múskara' línu...maður er 'notla' klikk!

Svo eru þessir alþingismenn...

Eyða tíma sínum í að velta sér upp úr orðinu Ráðherra nú eða hvort það eigi ekki að klæða nýbura í annað en bleikt eða blátt..

Mér finnst orðið ráðherra smart og ég myndi ekki vilja neitt annað en bleika eða bláa galla á fæðingardeildunum!

Þið sem þekkið mig vel vitið að ég er oftast ekki ein í íbúðinni mér til mikilla armæðu.Fólk segir að ég eigi bara að bjóða þetta velkomið og það geri mér ekki neitt!

Mér finnst þetta bara alls ekki velkomið og líður síður en svo vel með þessa gesti mína.

Sendi sálarrannsóknarfélaginu póst og þau sögðu mér að hafa samband því þau ætluðu að reka út hjá mér....ég hringdi að sjálfsögðu ekki...hreinlega þorði það ekki!

...En viti menn ég fór til miðills á Föstudaginn og það var hreint út sagt virkilega áhugavert. Hef alltaf verið frekar illa við svona hluti og reyndar bara skít hrædd við þetta en lét mig hafa það og sé ekki eftir því!

Margt áhugavert kom í ljós ýmislegt sem enginn veit nema ég....ótrúlegt!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Facebook... maður getur alveg misst sig í þessu.... meira að segja fólk sem maður þekkir ekki neitt að adda manni hjá sér :O) heheh...

Hildur Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 12:06

2 Smámynd: SaraN

með þessa "andlits-bók" skil hana ekki heldur ... hehhe

Er ekki bara kósý að hafa meðbúendur?? nú síðan er alltaf hægt að fá sér kisu  fullt af þeim í kattholti. heheh

Undarlegt þetta með miðla ... annað hvort meika þeir sens eða þeir henda í þig hlutum eins og ... "umm áttu mömmu ? ...  hún kona ...  já hún elskar þig!!

Döhhh en síðan fór ég til eins (miðils) sem að bara kom mér algjörlega að óvörum .. var að segja mér hluti sem að hann hafið ekki getað komist i undir nokkrum kringumstæðum þar sem að ég er sú eina sem að veit þá .... þannig að hvort að maður trúi þessu, það þarf hver og einn að ákveða en amk. trúði ég þessum !!!

knús

SaraN

SaraN, 5.12.2007 kl. 00:58

3 identicon

já maður er nátturulega ótrúlega klikk !!!

Svana múskari (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband