27.11.2007 | 23:17
smartleiki.is
Varla ég tími að blogga yfir Herra ísland...fallegur!
Íbúðin mín í rúst og það er allt af mínum völdum.Þar sem ég fyllist brjálæðis öðru hvoru í því að breyta og þá meina ég breyta.
Skrúfaði hillusamstæðuna í sundur um daginn ein og óstudd og lagði einn skápinn á hliðina og hafði sem sjónvarpsskenk...mjög smart þangað til ég sá að skápurinn var farin að svigna undan sjónvarpinu.......ÞANNIG AÐ náttborðin eru inni í stofu undir sjónvarpinu...ekki eins smart.
Karl faðir minn þarf að gera sér ferð og reyna að koma þessu í sorpu svo þarf ég að fara að kaupa eitthvað undir sjónvarpið....íbúðin er eitthvað heldur ósmekkleg!
Svo er það bara jólaklippingin á morg og sörugerð með Heiðu systir..þannig að nú get ég farið að bjóða ykkur í kaffi og sörur-Ekki amalegt!
Later
Athugasemdir
jæja Maren mín. Bara búin að rústa íbúðinni. Vonandi kemur pabbi gamli og fer á sorpu fyrir þig. Alltaf gaman samt að breyta:o) gangi þér vel
KVeðja KRistín
kristín (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.