15.10.2007 | 17:23
Jerimías!
Laxerolía í samlokum í Brekkubæjarskóla á Akranesi
Síðastliðinn fimmtudag urðu nokkrir nemendur tíunda bekkjar Brekkubæjarskóla á Akranesi uppvísir að því að spilla samlokum sem þeir seldu í brauðsölu innan skólans. Settu þeir laxerolíu á nokkrar samlokur og seldu þær. Nokkrir nemendur veiktust í kjölfarið. Greint er frá þessu á Skessuhorni.
Skólayfirvöld fullvissa aðra nemendur og forráðamenn þeirra um að slíkt eigi ekki að geta endurtekið sig. Í tilkynningu frá skólayfirvöldum segir m.a: Þegar hefur verið tekið á þessu máli hér í skólanum með fullum þunga. Við erum búin að komast fyrir rót vandans og höfum gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt geti nokkurn tíma hent aftur. Við höfum breytt öllu skipulagi á afgreiðslu í brauðsölunni, auk þess sem hún var þrifin í hólf og gólf.
Þá segir einnig í tilkynningu skólayfirvalda að nemendur unglingadeildar sem hafa keypt af brauðsölunni fram að þessu geta verið þess fullvissir að fullkomlega óhætt verður að versla þar héðan
....Er einmitt að fara á skagann á Fimmtudaginn spr hvort það verði búið að laxera fyrir manni!
Athugasemdir
Hvurn fjandann ertu að fara að gera á skagann????ekki nennirru austur
og skammast svo bara yfir því að það komi ekki nýjar myndir, komdu bara í heimsókn í nokkra daga!!!slepptu bara Boston
nei segi nú bara svona
Heiða (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:57
Æ,góða besta...þú ert búin að vera svo mikið í höfuðborginni þannig að ég verð að sinna öðrum núna,,,,slakaðu svo á kona!
Maren, 15.10.2007 kl. 20:08
Spurning hvort það myndu ekki nokkur renna af við smá laxer... vitleysa í mann að vera að púla þetta í í ræktinni þegar ein flaska af laxer reddar þessu öllu.
Á að skella sér út fyrir landsteinana?
Fanney (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 06:47
Ég get nú ekki verið minni manneskja en þú Fanney...þar sem ég á svo ógeðslega mikið af peningum þá neyðist ég til að fara til Boston í byrjun nóv með forstjóra stykkishólms..
Maren, 16.10.2007 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.