16.9.2007 | 19:25
Sveitin og bíó
Skellti mér í borgarfjörðin um helgina og fór upp í Norðtungu í gær og Hamraenda með múttutúttu.
Hún var búin að baka slatta og var með góðan efnivið í kjötsúpu sem hún ætlar að elda i dag til að gefa þreyttum leitamönnum
Þar sem ég er að fara á næturvakt í kvöld tók ég ekki áhættuna á að taka á móti safninu þar sem þeir geta komið á hvaða tíma sem er niður þannig að ég skellti mér í bæinn og fór í bíó.Myndin Astrópía varð fyrir valinu og hún var alveg ferlega skemmtileg,mæli hiklaust með henni!
Fór með Ernu og Kristínu og það voru litlir gæjar sem sátu fyrir ofan okkur og þeir voru alltaf að kvarta hvað Erna væri með stóran haus og hárið alltaf út um allt...þetta var alveg að fara með þá!
... Erna með stóra hausinn sinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.