10.9.2007 | 18:16
Borgarnes
Þar sem ég var að vinna seinast þá var sá sem ég var að vinna með alltaf að tala um að það væri aldrei logn í nesinu.Þegar hann væri að fara norður sem var ósjaldan þá þurfti hann að aka í gegnum Borgarnes og alltaf var rok ekki eitt tré beint allt hálf skakkt og liggjandi hreinlega!
Ég er alls ekki sammála þessu

Ekki eitt skakkt tré

Það er bara eitthvað svo fallegt við þetta!
Athugasemdir
Ég held ég sé bara sammála þér Maren mín
Heiða Björg (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 18:45
Sammála, er nokkuð annað hægt þegar um er að ræða einn fallegasta bæ landsins í einu fallegasta bæjarstæði landsins.
Hann er alltaf "Heima", hvar sem ég bý í heiminum.
Jóhann Waage, 10.9.2007 kl. 23:46
Voðalega hefur þessi maður verið abbó eitthvað...
Einstaklega fallegt.. :)
Fanney (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 09:49
Ég segi alltaf "heim" ...Borgarnes er bara heim!
Enda var hann frá Akureyri blessaður ræfillinn
Maren, 11.9.2007 kl. 16:50
Hvað getur maður sagt.... vesturlandið er yndislegt!!!!
Berglind Lilja (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 21:09
Borgarnes er náttúrulega heim. Ég bý á Hvanneyri og vinn í Kópavoginum og ég segi alltaf að ég er að fara heim í Borgarnesið eftir vinnu, aldrei heim á Hvanneyri.
En ykkur að segja þá sakna ég einskis úr Borgarnesinu. og það eina sem ég sæki þangað er nátt'lega karfan, bónus, bankinn og pósturinn.
Kiddi Jói, 11.9.2007 kl. 22:58
Ég las þessa færslu þína um þá sem koma hingað inn reglulega og kvitta ekki fyrir sig! Ég verð að viðurkenna að ég er ein af þeim, og ákvað þá að vera kurteis svona einu sinni og kvitta fyrir mig! Get ekki annað sagt en mér þyki þetta nokkuð gott blogg bara!
kv. Alla Hvanneyringur!
Aðalheiður (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:11
Heil & sæl Maren mín, rakst á þessa síðu fyrir slysni og varð auðvitað að kvitta fyrir komunni af gömlum sið
Borgarnes er og verður alltaf "heim" fallegasti bær á landinu og þótt víðar væri leitað
Vona að þú hafir það nú gott skvísa
bk úr Hafnafirðinum bráðum Kópavogi og hver veit nema það verði Borgó næst
Sólveig ávallt Borgnesingur!!
Sólveig Ásta (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.