Frábær helgi...

Þessi helgi hefur verið með eindæmum góð. Hún hefur farið að mestu leiti í vinnu og leti. Ákv að eyða laugardagskvöldinu í faðmi sjálfs míns og sjónvarpsins...dagskráin ætlaði á köflum að drepa mig,hún var svo leiðinleg. America's got talent á stöð 2 og Danskeppni evrópskra sjónvarpstöðva..svo var mynd með John Travolta á bíórásinni,hann er ekkert minn uppáhalds leikari..en hann reddaði kvöldinu!

 Þar sem dagskráin var ekkert upp á marga fiska fyrripart kvölds þá fór ég á netið að skoða íbúðir...sá margar flottar og þar á meðal eina í breiðholti tæp 100fm á 21.9...en það gengur ekki upp þar sem hún er í gettóinu og í þokkabót unufelli !  

Vil ég þá frekar vera í árbænum þar sem allt getur gerst..allavega á minni hæð. Þar sem íbúar andast eða menn lemja konurnar sínar, lána þær til vinanna nú eða það nýjasta að það sé skotið á stofugluggann með loftriffli...hver er ekki til í það á góðu laugardagskvöldi!

Svo fór kvöldið í að skoða vinnu,,,mig langar svo í betri vinnu þar sem launin eru ögn betri en ég er með...kannski ætti maður bara að flytja,hvert ætti ég að flytja???

Later


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flyttu í Kópavog, mæli með því!

Edda (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 17:19

2 identicon

Maren mín ég mæli með Keflavík-city!!! Launin EKKI verri en á Lansanum og íbúðarverðið er MIKLU lægra en í RVK!!!

Jamm lausnin er komin og rúsinan í pylsuendanum er náttúrulega að ÉG já RAGGAN sjálf býr hér!!!!!!!

Sko þú hefur enga afsökun :)

Ragga (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 19:49

3 identicon

Stykkishólmur er staðurinn!!!!

Berglind Lilja (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:11

4 identicon

Marra mín....þú veist alveg hvar staðurinn er...hehe ;)

Fanney (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 16:03

5 Smámynd: Maren

Pælingin var svona meira innan höfuðborgarsvæðisins...En hólmurinn er eitthvað sem kemur ekki sterkt inn..og Fanney það er ein lóð í nesinu sem mig hefur alltaf langað í ...en það er einn hængur á og það er að ég þyrfti þá að deila lóðinni með Ingvari stórfrænda þínum með meiru

Nema að ég myndi bara heilla Júlla Bach upp úr skónum þannig að allt hans yrði mitt að lokum

Maren, 4.9.2007 kl. 17:22

6 identicon

og hvar ódýra húsnæðið er... ;)

Fanney (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 18:37

7 identicon

Já það er nottla alltaf möguleiki á að heilla júlla....hver veit...

En pældu marra,þú gætir keypt örugglega amk nýja íbúð í t.d eins og nýju lyftublokkunum sem er verið að byggja...allt nýtt...

svona þangað til júlli....já þú veist...

Fanney (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 18:39

8 Smámynd: Maren

Borgarnes er staðurinn...

Maren, 4.9.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband