29.8.2007 | 14:05
Mála frú Pála
Það er eitthvað sem verður að fara að gerast á mínu heimili.En þeir sem þekkja mig vita að ég er með eindæmum lengi að mála og ég mála bara frekar illa...eða réttara sagt mjög illa!
Einn ágætur frændi lítur alltaf inn í herbergi hjá mér þegar hann kemur,,,og ekki kemur hann oft! En hann verður alltaf glaður þegar hann sér málningarhæfileika mína og það að mála á hurðalistana er eitthvað sem vekur mikla lukku hjá fólki.
Þar sem ég er mjög langrækin ung kona þá er ég að hugsa um að láta þá mála fyrir mig sem gleymdu afmælinu mínu...ég er strax komin með nokkur nöfn!
Einnig myndi ég láta laga lausu parketplötuna,setja lista inn i herbergi,taka baðið í gegn og væri sniðugt að láta þrifa ummerki mín á hurðarlistunum.
Athugasemdir
Bíddu...er eitthvað að því að mála pínu útaf og kannski smá útá listanannn...þú ættir að sjá eldhúsgluggann hjá mér sem á að vera brúnn...
ég verð sennilega að mála hann greyið einhvern daginn áður en fólk fer að missa vatn yfir þessu.
hvaða smámunasemi er í fólki,það hefði betur þá bara málað í kringum helvítis listana ef það ætlar að vera að fetta fingur úti þessa smámuni...
Fanney (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 16:55
Maren Maren...þú ert svo klikk! Eins gott ég mundi eftir afmælinu þínu,,eða var það ekki???
Stína (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 13:32
jæja maren..á ég þá að senda pabba í heimsókn fyrst þú ert komin í þennan breytingargír enn og aftur?
Inga Sif (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 23:57
Ég læt þig vita þegar ég hef keypt málninguna...en þú gætir komið með honum,vel hægt að nota þig
Maren, 31.8.2007 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.