27.7.2007 | 12:12
Jæja
þá er golf námskeiðið búið og enduðum við á að fara á golfvöll í gær og það var ferlega gaman,ég hitti allavega kúluna og fórum við þennan 9 holu braut á flottum tíma eða 2 tímum...ætli vanir fari ekki völinn á hálftíma
En á þessu námskeiði þá var ég að láta það pirra mig e-d að ég hitti aldrei kúluna ef þetta hefði verið lengur en 90 mín þá hefði líkgröfin mín verið tilbúin,en ég hefði svosem ekkert verið til í að liggja á álftanesi þegar minn tími kemur.
En allavega þá ætla ég pottþétt aftur þetta var frábært!
Svo er bara næst að fara með gítarinn í viðgerð hann er e-d skakkur,einn ágætur maður spurði hvort ég hefði lamið einhvern með gítarnum hann væri svo skakkur...þessu verður reddað og ég sest við að læra gripin svo ég getir spilað fyrir ykkur.
Annars þá er vinahópurinn að fjölmenna í útilegu á grundarfjörð. Ég stunda ekki útilegur maður verður einhverneigin hálf berskjaldaður með bjórinn í einni og tjaldhælana í hinni.Þess í stað ætla ég að vinna smá og skunda á ættarmót á morgun í logaland...þetta ár er ár ættarmótanna.
Athugasemdir
ég liiiiifi fyrir útilegur!!!!! og bjór!!!!
En er ekki hrifin af tjaldhælum... þetta minnir mig á að flestir mínir eru KENGBOGNIR og ég þarf eiginlega að fjárfesta í nokkrum í dag...
Valdís bleika (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 13:10
Valdís...af hverju eru þeir bognir??....þú átt að tjalda á grasi ekki einhverri klöpp!
Maren, 27.7.2007 kl. 13:26
Tja minn kall er nú engann hálftíma þegar hann skreppur í golf...svo þetta hlýtur að vera ágætis frammistaða hjá þér bara. Nema kallinn nýti sér það að ég viti ekki hvað taki langan tíma að fara einn golf hring... hmmm....þarf að spá í þetta
Fanney (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.