Kona með konum

Fór í fyrsta gólftímann minn í gær og líkaði bara furðu vel!

Byrjaði á slá tennisbolta og litlar plastkúlur....

Síðan fengum við alvöru bolta og þá byrjaði alvarann en ég skaut nú ekkert of langt því ég var með svo lausan úlnlið...hvað er það?

En úr þessu verður bætt í dag þegar ég mæti galvösk og búin að bæta "lausa úlnliðinn" og skít boltanum til Óla og frú á Bessastaði.

Maður er svo smart á því...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert bara alltaf í boltanum greinilega núna!

Ekki hægt að segja annað :) Sé þig fyrir mér með hanskana og í flottu peysuvesti.. always stylish ;)

Valdís bleika (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 17:35

2 identicon

Frábært!! Ég byrjaði einmitt í þessu í sumar en hér í sveitinni köllum við þetta golf en ekki gólf. Við notum golfkúlur en ekki bolta og sláum þá en skjótum þeim ekki... kannski erum við bara ekki í þessu sama..... hmmmm!!! hehehe

Þetta er mjög skemmtilegt. Ég er sosum drulluléleg í þessu en verður gaman að kljást við þetta í framtíðinni....

Dúndraðu svo frúnna niður svo þú getir gifst grísnum og farið að stjórna þessu landi af einhveru viti!!!!

Berglind Lilja (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 22:47

3 identicon

Gaman hjá þér.  Ég ætla mér reyndar að komast einu sinni allvega í sumar í golf, bara til að prófa.  Fór nú einu sinni og gekk það nú ekki svo vel, miklar skemmdir urðu á vellinum því heilu torfurnar fuku í þeirri ferð, hehe.

En allavega til hamingju með síðuna og ég er farin að fylgjast með þér hér.

Knús

Hrefna (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 09:31

4 Smámynd: SaraN

Piff golf ..... á eftir að prófa það er samt nokkuð viss um að ég fíli það ekki þar sem að ég er ekki að skilja þessa fugla. skolla og allt það hahha.

OG HVAÐ ER MÁLIÐ með að sýna þetta beint í sjónvarpi er ekki í lagi með fólk, maður gæti alveg eins setið og horft á ísmola báðna ..... en ekki meira um það hahah

SaraN, 27.7.2007 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband