28.6.2007 | 00:23
bus.is
Þurfti að taka strætó í dag.Var stödd hjá rekstrarvörum og vissi ekkert hvað gatan hét sem stopparinn var þannig að ég gat ekkert áætlað neinn tíma,,ég dokaði bara eftir þeim gula.Þegar sá guli kom borgaði ég þessar 280 kr spurði bilstjórann hvort hann færi á borgarspítalann...hann henti bara í mig leiðabókinni og ég átti bara að lesa mig til...enda var hann pólskur og við skildum ekki hvort annað.Ég þurfti að standa í strætó umvafinn einhverfum krökkum sem voru að koma úr sundi og ég heyrði alla leiðina Soffía nota inniröddina...Katla,sitja kjur og með bakið beint...Styrmir,ekki gleyma sér...Ég náði engri einbeitingu með þessa leiðarbók,þetta hafðist samt.
Er búin að liggja yfir vefnum straeto.is finna réttu leiðina í fyrramálið.Þetta er eiginlega ekki að gera sig.Ég er ekkert með öll götuheiti á hreinu,þar sem ég bý í Vallarás þá þarf ég að leita eftir Þingás síðan þá þarf ég að skipta á Ártúni.
Búin að finna út að ég þarf að taka 5una kl 07.24 fara út í Ártúni og taka 18 07:42 þannig að ég ætti að vera lent hjá Borgarspítalanum kl 07:52
Athugasemdir
hvar er fíni burrinn þinn kona??? :S
oj ég er með ofnæmi fyrir gulum bílum... sérstaklega stórum með 2 topplúgur!
Valdís bleika (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 02:20
Ég tek undir með síðasta ræðumanni...... HVAR ER BIMMINN?????
Berglind Lilja (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 09:18
ég hef aldrei náð því afhverju fólki sem talar hvorki íslensku né ensku er hleypt í störf strætóbílstjóra eða önnur samskiptastörf. Það er asnalegt..
Telma (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 14:05
maren mín..hvað' kemur til að ÞÚ tekur strætó?? þetta sýnir að allt getur skeð;) en var ekki samt gaman í strætóferðinni;) guli bílinn stendur ávalt fyrir sínu;)
Inga (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.