Tímabilið byrjað..

Já, Kóngulóar tímabilið er hafið í Vallarásnum og ég get svarið það að þessi kvikindi geta gert mig brjálaða,ef það kemur kónguló inn í íbúðina hjá mér þá fer ég að heiman..get ekki hugsað mér að ryksuga hana upp því ég er svo hrædd um að hún ráðist á mig.Þannig að þegar þetta tímabil byrjar þá kaupi ég alltaf leysigeisla og sprauta út um allt,í gluggakarmana á svalahandriðið...bara út um allt. Reikna með að kaupa 3 brúsa í sumar.

Fór í sveitina í gær og var það heldur betur ljúft. Þegar ég fór í bæinn í gærkvöldi þá gerðist nú ekki mikið á leiðinni nema ég sá bíl úti í kanti og bílstjórinn þurfti greinilega að kasta af sér vatni, upp á heiðinni sá ég lögguljós og löggu hálfa inni í skotti á bílnum sem þeir höfðu stoppað,nú stuttu seinna hjá skíðaskálanum klukkan 00:24 þá var ég stoppuð af löggunni,og ekki fyrir of hraðann akstur né voru ljósin í ólagi,,þeir voru bara að kanna aðstæður,hvaðan ég væri að koma.Mér fannst þetta nú frekar gróft og ef þeir ætla að fara að stunda þetta að stoppa bara hina og þessa þá verður maður nú að fara að taka sig til almennilega setja upp andlitið og passa upp á hárið...ég var ekki með hárið í lagi.

Annars þá eru tveir eðal menn búnir að eiga afmæli það eru..

a2d5Ingvar (stal myndinni af síðunni hjá Fanney)...svona eru þau alltaf!

 SPA50689 Jói mágur

 Til hamingju með afmælin krútt!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki alveg besta myndin, en já allt í lagi og takk fyrir afmæliskveðjuna elskan. Verðum að fara að hittast bráðlega. Heyrumst fljótlega sæta

Ingvarinn (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 21:44

2 identicon

Mér finnst þú óttalega krúttlegur á þessari mynd...

Maren (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 00:09

3 identicon

hmmm akkuru sé ég ekki myndina...

Marra ég skil ekkert í þér að beila á borgfirðingahátíðinni. Hún var alveg að gera sig...amk laugardagskvöldið!

Verður að fara að láta sjá þig við tækifæri!

Fanney (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 08:34

4 Smámynd: SaraN

Ég sé enga mynd af Mr. Breiðfjörð ........ til hamingju með afmælið til hans ... kann ekki við að kommenta á síðunni hans þar sem að þar eru bara einhverjar ástarjátningar hahah.

Maren hvernig stendur á því að kóngulærnar komast til þín þú býrð ekki á jarðhæð, kannski að það sé kominn faraldur af fljúgandi kongulómum svona superspæders :) Bara um að gera að geisla þessi kvikindi !!!!

SaraN, 13.6.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband