Móðursystir!!!

Eitt augnablik hélt ég að Heiða gengi með steinfóstur þar sem hún var sett 18 maí, en að sjálfsögðu vildi konan verða eins og gemlingarnir á heimilinu og lét bíða eftir sér í heila 14 daga ..Til hamingju með það Heiða mín!

Það gerðist aðfaranótt 1 júní þá kom gullmoli suðurlands í heiminn rúm 17 merkur og 56 cm..og það var stelpa.

SPA50985 sjáið hvað hún er falleg!

Til hamingju Heiða og Jói!

Þannig að nú á ég orðið 4 systkynabörn og ég er ekki orðin gráhærð og viti menn það glittir ekki einu sinni í gráu hárin..ekki einu sinni eitt ..og samt er ég 28 og hálfs...Smart!

SPA50986 Falleg eru þau...(ég á ekkert í þeim elsta)

SPA50984

Bara get ekki hætt...

Later

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með þennan fjársjóð!! Ég hef verið að pæla, ég er í svipuðum sporum og þú, á s.s. 5 systkynabörn. Hvort þessi sysktkyni okkar vilji ekki gefa okkur bara sitthvort barnið. Það yrði svo mikið auðveldara að svara öllum þessum "áttu ekki barn?" spurningum!! Algjör óþarfi að þau fái allt og við ekki neitt. Storkurinn er greinlega með einhverja einstefnu í þessum málum.

Berglind Lilja (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 11:38

2 identicon

ótrúlega ertu sniðug Berglind...

Maren (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 14:46

3 identicon

Jæja, þá er fjölskyldan búin að líta á gersemina og líst nú bara vel á.

Ég segi nú bara greyið Hreinn.. það verður kvöl og pína fyrir hann að þurfa að fylgjast með strákafari á þremur stelpum!


Voðalega falleg stelpukindin, enda alveg afbragðs ætt sem hún kemur úr ;)

til hamingju!

Telma (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 20:15

4 identicon

Hreinn talar umþað að við skuldum honum eineggja tvíburabræður!!! ég sagði honum að hann skildi bara sjá um það sjálfur í framtíðinni.

kv Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband