07.07.07

Hlaut að koma að því.. brúðkaup í vændum. Guðni Rafn og Freyja ætla að skella sér í það heilaga-ekki amalegt! Í fyrra var það ár ferminganna en í ár tek ég brúðkaupin. Þótt fermingarnar séu nú ekkert mjög skemmtilegar þá er nú samt auðveldara að kaupa gjafir og oftar en ekki þá kemst maður upp með að kaupa ódýrar gjafir en fallegar...Ætli Árdísi og Gumma  hafi líkað pennasettið sem ég gaf þeim í brúðargjöf um páskana Whistling

hvalveiðar..ótrúlegt hvað er hægt að missa sig í ruglinu,Mér gæti td ekki verið meira sama um þessa hvali... Ein ágætt manneskja sagði mér að þessi fyrirbæri ætu alla fiska í sjónum og það væri allt of mikið af þessu. Einn ágætur maður talaði um að fólk myndi hætta við að ferðast til landsins út af hvalveiðum íslendinga- margir væru búnir að afboða ferðir ,,,ég er nú viss um að ég gæti ekki boðið þessum ágæta manni í grillaða hrefnu!

En annars þá skellti ég mér í keilu á laugardaginn og það var ferlega skemmtilegt..ég hef aldrei kunnað keilu og oftar en ekki þá er ég í rennunni og aldrei komist yfir 48 stig..en það var annað á laugardaginn stigin voru örugglega um 80

Hver vill koma með mér í keilu ...

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband