22.5.2007 | 00:17
Hey þú!
Vildi láta ykkur vita að ég hef ekki legið undir feld og stundað vínsmökkun þótt ég hafi unnið rauðvínspottinn og loks þegar ég vaknaði og leit út ...þá blasti þetta við mér!
Snór..ef þið sjáið auglýst veiðileyfi í 110 þá getur það verið ég..alltaf að fá hugmyndir á því að græða.
Hef verið að koma pottinum fyrir og er hann dreifður hingað og þangað um íbúðina en sjáið þið samt slotið....fallegt er það
...fannst myndin fallegri á hvolfi..enda hefðuð þið getað séð að vínrekkinn minn er skakkur...hmmm.fallegt!
Eftir miðvikudaginn þá get ég farið að pirrast yfir sjúkraliðabrúnni löglega...ekki það að ég hafi áhuga á því en ég get gæti samt ákv að láta það pirra mig.
Er búinn að ákv að bjóða helvítis helling af fallegu fólki heim til mín í litlu sætu krúttuðu íbúðina mína..og það verður ekkert tekið inn í hollum,það verður staflað inn.
Þangað til næst
alltílagibless
Athugasemdir
Snilldar hugmynd Maren hvad kostar veidileyfid, ekki slæmt ad geta veitt af svølunum med gott raudvín í annarri.
Sólar kvedjur frá DK
Stefán
Stefán DK (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 08:28
Þú lífgar upp á daginn hjá mér
Anna (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 08:45
Stefán..þú fengir það frítt ef Oddný kæmi með þér,ekki spurning!
Maren (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 10:58
Það er allt að gerast bara! jeij!
Fanney (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.