9.5.2007 | 12:24
Hvað á ég að kjósa
Það eru 3 dagar í kosningar.Ég finn ekkert fyrir þeim póstlega eða símlega séð..ætli ég sleppi ekki þessar kosningar.Það er nefnilega svo skrítið að alltaf þegar kosningar eru á næsta leiti þá fyllist hjá mér póstkassinn af allskonar auglýsingum og síminn stoppar ekki,,,ég hef sloppið!
En mér finnst best þegar flokkarnir senda manni e-d skemmtilegt t.d síðast þá fékk ég sent frá einum flokkinum frábært kaffi frá kaffitár...þennan flokk kaus ég.
Þannig að nú er spr hvaða flokkur heillar mig mest,,hver nær að heilla snótina upp úr skónum? Ég tók reyndar skemmtilegt próf í gær og niðurstaðan var X-F...ég veit ekki!....þeir vilja reyndar lögleiða heimaslátrun heyrði ég í gær..hver vill það ekki!
Einn flokkur talar um að maður eigi að láta hjartað ráða!
Athugasemdir
maren mín..kíktu bara í heimsókn hingað í logafoldina..bullandi pólitík í gangi hér og ég er viss um að það myndi hjálpa þér við að kjósa;) eða bara fara eftir þessari könnun sem er í gangi. Þú ert bara svona frjálslynd manneskja;) haha:D
Inga Sif (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 14:58
Ég fékk kaffi og lítið páskaegg frá X-F um páskana, en held ég kjósi þá samt ekki,,, annars er þessi herferð búin að fara mjög mikið framhjá mér þar sem ég kveiki ekki á sjónvarpinu né les fréttir þessa dagana, hér á bæ eru bara lesnar skólabækur. En gaman að sjá að þú sért farin að blogga, ég mun kíkja reglulega hingað :) Væri nú gaman að fara að sjá þig
Hrabba (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 16:25
Ég fékk kaffi og lítið páskaegg frá X-F um páskana, en held ég kjósi þá samt ekki,,, annars er þessi herferð búin að fara mjög mikið framhjá mér þar sem ég kveiki ekki á sjónvarpinu né les fréttir þessa dagana, hér á bæ eru bara lesnar skólabækur. En gaman að sjá að þú sért farin að blogga, ég mun kíkja reglulega hingað :) Væri nú gaman að fara að sjá þig
Hrabba (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 16:26
Ég fékk kaffi og lítið páskaegg frá X-F um páskana, en held ég kjósi þá samt ekki,,, annars er þessi herferð búin að fara mjög mikið framhjá mér þar sem ég kveiki ekki á sjónvarpinu né les fréttir þessa dagana, hér á bæ eru bara lesnar skólabækur. En gaman að sjá að þú sért farin að blogga, ég mun kíkja reglulega hingað :) Væri nú gaman að fara að sjá þig
Hrabba (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 16:27
Ég fékk kaffi og lítið páskaegg frá X-F um páskana, en held ég kjósi þá samt ekki,,, annars er þessi herferð búin að fara mjög mikið framhjá mér þar sem ég kveiki ekki á sjónvarpinu né les fréttir þessa dagana, hér á bæ eru bara lesnar skólabækur. En gaman að sjá að þú sért farin að blogga, ég mun kíkja reglulega hingað :) Væri nú gaman að fara að sjá þig
Hrabba (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 16:27
Bara aðeins að leggja áherslu á mitt comment hehe,,, voðalegt vesen var þetta, koma alltaf e-ð skráning tókst ekki verður að staðfesta netfang og bla bla bla og svo kom þetta bara allt
Hrabba (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 16:33
Kjóstu bara allt annað en framsóknarflokkinn og sjálfstæðisflokkinn.
Kiddi Jói (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 18:18
Já ég tók svona test líka og það kom vinstri grænir út hjá mér... held að mér lítist vel á bjórverksmiðjuna hjá Steingrími.... kannski mar fái vinnu sem gæðatestari ;)
Annars kúl að þú sért komin með þíns eigins bloggsíðu og ég mun kíkja á þig reglulega skvísa!
Valdís bleika (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 01:35
búin að setja síðuna í favorites
Anna (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 11:32
Maren !!!! það er ekki nema um eitt að ræða, þú veist það !!!
hjúkkan (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 14:01
til hamingju með þína eigins! :) Búin að setja link á þig og alles!
Kosningarnar...já þær hafa alveg svifið framhjá mér...búin að fá þetta próf sent. En hef ekki myndað mér skoðun á ca 3/4 hluta af þessu prófi...þannig að það var lítil hjálp í því. nenni ekki að fara að rölta á kosningaskrifstofur,eða horfá kosningasjónvarp...ohh...það er með mig eins og börnin,það þarf að gera þetta eitthavð skemmtilegt og spennandi svo ég pæli eitthvað í þessu...
Fanney (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.