Færsluflokkur: Bloggar

óvænt

í meira lagi

Fékk óvænt næturgesti í í gærkvöld.Ekki var það nú  leiðinlegt og var það allt bílnum þeirra að kenna..miðstöðin í ólagi og ekki var hægt að bruna í sveitina í rigningu og köldum bíl með fallega fólkið innbyrðis.

SPA51787  SPA51774 

Stuð í vallarásnum

 


Hananú!!

SteingeitSteingeit: Búðu til mikið umstang í kringum smáatriði. Þú ert auðvitað að ýkja, en þannig ertu bara. Það þýðir ekki að það sé rangt - bara mjög mikið þú.

Og hananú!

 Er  á næturvakt núna og hygg að þið séuð í fasta svefni,engar áhyggjur ég hugsa fallega til ykkar og líka Begga hennar Erlu Hönnu... En mikið rosalega verður ljúft að smjúga sér heim í morgunsárið..en ég ætla mér að sofa hratt því ég mæti í vinnu eftir hád.Svo er það vinna á fimmtudag þá er það helgarfrí..svona er nú vaktarvinnan ljúf,,,ljúf sem lamb!

 

 


Og hananú

SteingeitSteingeit: Endalaus jarm kvartandi sála er þreytandi til lengdar.Einbeittu þér að því að velja þá sem skipta máli.

Afmæli...

Berglind Lilja stórvinkona mín á afmæli í dag.

Ekki er nú aldurinn hár 27 ára...Þetta er afrekskona Hólmara,ef hún byggi ekki í hólminum þá væri engin Hólmur..Hún ákv að að taka Bifröst með annarri og þar sem það var ekki nóg þá ákv hún að stofna líkamsræktarstöð.Þar sem sólarhringurinn er aðeins lengri hjá henni en hjá flestum okkar þá var ekki nóg fyrir hana að vera í fjarnámi á Bifröst vinna sjá sýslumanninum 8-4 og í líkamsræktarstöðinni 5-9 þá ákv hún að byggja sér hús í frítímanum sínum...stórt og fallegt hús. Svo þegar hún var búin að byggja húsið og pall þá var ákv að braska smá og kaupa annað fyrirtæki.

sæt

SPA51460

En hún Berglind mín er einstök manneskja og er falleg utan sem innan.

Elsku Berglind!  Til hamingju með afmælið

Fallega fólkið 028


Get svo svarið það..

Ég kom ekki nálægt fíkniefnafundinum á Fáskrúðsfirði...veit ekki einu sinni hvar Fáskrúðsfjörður er!

 

Ætli Gulli ráðherra væri til í að gera starfslokasamning við mig...Gott ef það væri dálítið vel í hann látið..svona eins og fótboltaþjálfararnir eru að fá Whistling


Boðskort

Nú fer þetta að skella i hús...öllum boðskortunum í þrítugsafmælin.

Næsta ár verður sko pottþétt ár áranna!

Var að fá boðskort frá Erlu perlu í smá tjútt 6 okt

20060319181443_3 Ekkert grín að vera 30 20060319181440_2

 

Eins gott að ég er desember barn..svo langt í þetta!


Sveitin og bíó

Skellti mér í borgarfjörðin um helgina og fór upp í Norðtungu í gær og Hamraenda með múttutúttu.

Hún var búin að baka slatta og var með góðan efnivið í kjötsúpu sem hún ætlar að elda i dag til að gefa þreyttum leitamönnum

Þar sem ég er að fara á næturvakt í kvöld tók ég ekki áhættuna á að taka á móti safninu þar sem þeir geta komið á hvaða tíma sem er niður þannig að ég skellti mér í bæinn og fór í bíó.Myndin Astrópía varð fyrir valinu og hún var alveg ferlega skemmtileg,mæli hiklaust með henni!

Fór með Ernu og Kristínu og það voru litlir gæjar sem sátu fyrir ofan okkur og þeir voru alltaf að kvarta hvað Erna væri með stóran haus og hárið alltaf út um allt...þetta var alveg að fara með þá!

20060314222236_1... Erna með stóra hausinn sinn


simi.is

Síminn hjá mér er farin að leika mig grátt

Oftar en ekki stendur ´simkort ekki tilbúið´..og ég get ekkert gert..oft fæ ég sms deginum eftir sendingar frá viðkomandi-hvimlegt!

Slekk á símanum og kveiki aftur ..þá er þetta í lagi,,í smástund allavega.

Fór í símann í dag og spurði ráða.

Vissu ekkert í sinn haus,ættir að fá þér nýtt kort eða hreinlega að fá þér nýjan síma þar sem þessi er komin til ára sinna

Common...hann er ekki nema rúmlega 3 ára og mjög smart!

 

.....Svo eru réttir heima um helgina,blússandi gleði og hamingja fara upp á morg og koma niður á sunnudag í mis góðu ástandi....af einhverri ástæðu kemur minn ættbálkur alltaf hálf skrautlega niður,óskiljanlegt!

En þeir koma allavega með einhverjar rolluskjátur niður,og það er fyrir mestu


Borgarnes

Þar sem ég var að vinna seinast þá var sá sem ég var að vinna með alltaf að tala um að það væri aldrei logn í nesinu.Þegar hann væri að fara norður sem var ósjaldan þá þurfti hann að aka í gegnum Borgarnes og alltaf var rok ekki eitt tré beint allt hálf skakkt og liggjandi hreinlega!

Ég er alls ekki sammála þessu

Ekki eitt skakkt tré
Það er bara eitthvað svo fallegt við þetta!

Get svo svarið það!!

 Hvað er þetta með laugardagskvöldin í sjónvarpinu...er ekki hægt að sýna þennan fótbolta á annarri rás nú eða sýna hann bara seinna..t.d í nótt eða fyrramálið

Júrópartý 009

Ætti kannski að vera smart á því og fá mér bjór og horfa

Held ekki!!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband