Færsluflokkur: Bloggar

Get svarið það..

 Búin að vera með pensil á lofti í smá tíma,Málaði höldurnar á skápunum hvítar og í raun allt þetta viðar dót á innréttingunni..stundum grípur mig eitthvað æði og það sem gerðist núna var að allt þetta viðardót varð að hverfa finnst það svo ósmart. Þetta er svipað og þegar ég greip það í mig að hillusamstæðan mín væri ferlega ljót og skrúfaði hana í sundur og lét pabba fara með hana á haugana í des..og ég er að sjálfsögðu ekki komin með neitt í staðinn...en það kemur!

Nú vill ég helst mála hurðarnar og gluggakisturnar hvítar..

Svo keypti ég mér hillu í Ikea og skveraði henni saman á smá tíma og keypti líka svona kassa til að hafa í hillunni....en af einhverri ástæðu er mér lífsins ómöglegt að koma kassanum saman búin að vera í 3 daga að reyna..ekkert gengur..samt eru leiðbeiningar!

ikea

Er einhver til í að skvera honum saman fyrir mig?

Svo er ég búin að mála smá brúnt hjá mér...fallegt er það!

Svo er það bara sálin á morgun ætla fara með Berglindi og Sörunni ógurlegu

 SPA52217

Jæja best að fara að græja þennan kassa..það stendur reyndar að ég geti hringt í ikea og beðið um aðstoð...veit ekki alveg hvort stoltið þoli það

 

 

 


Get svarið það...

Þessir Byko dúddar hefðu nú alveg getað látið mig kaupa annan pensil víst ég var byrjuð á þessu!

Byko

skrapp í þessa annars ágætu búð í dag með það í huga að kaupa eitt stykki málningardollu.

Hitti þar sölumann sem reddaði mér dollunni og annan sem prangaði inn á mig einni prufudollu af lit

síðan voru þeir báðir komnir með puttana í mín mál

Þannig að ég labbaði út með :

-4 lt málningarfötu

-pensil

-sápu til að þrífa ummerki brussuskapsins

-grunn á höldurnar á skápana

-málningu á höldurnar

-prufudolluna af litnum

-2 prik til að hræra í ósköpunum

................Þetta kostaði mig rúmar 6000 kr og til að toppa þetta allt saman þá mála ég ekki og ef ég tek mig til við að mála þá er það illa gert!

En þessu verður rumpað af


eintóm gleði og hamingja..

Grímuballið afstaðið...

SPA52408

SPA52319

SPA52340

SPA52468

 

 


Guðný

...Fór í Ikea á laugardaginn með einni ágætri snót sem er ekki frásögu færandi nema hvað, við vorum staddar í ljósadeildinni og hún var að kaupa upp hálfa deildina þegar allt í einu kemur

Guðný hvernig líst þér á ......horfðum hvor á aðra og skelltum upp úr!

Það kallar mig engin Guðný

Langaði bara að deila þessu með ykkur...hverjir ætla annars að deila með mér laugardeginum??


1 mars..

Bara allt að skella á 8 dagar..jemundurminn

8f66re2

Valdi ætlar að mæta...sjúkur í grímuball

Guðni

Guðni kemur líka...við elskum hann

X

Veit ekki hvort hann komi en hann biður örugglega fyrir kveðju

8 dagar uss manni hryllir bara við tilhugsuninni


Andlaus..enn eina ferðina

SteingeitSteingeit: Sannir félagar styðja við þroska þinn svo lengi sem þeir skilja hann. Tjáðu þig. Brynja og skjöldur eru ekki að virka. Vertu einlægur og varnarlaus.

 

 


Æfingarakstur..

Systir mín er að skella í 17 á þessu ári

SPA50414

 

Hún brunar um götur bæjarins með karli föður mínum og græna skiltið að aftan ÆFINGARAKSTUR þau una sér vel á rúntinum ,,en viti menn ég er á listanum hennar um að mega fara með henni á rúntinn  og ætli minn bíll sé ekki skráður þar líka!

Það mætti halda að ég væri að verða þrítug...

 


1 mars..

Mikið rosalega leggst þessi dagur vel í mig.

 

 


hér er snjór um snjó frá sn..

einn daginn fell ég í trans með þessu áframhaldi.

þetta var ástæðan fyrir því að ég komst ekki upp hlíðina mína fögru í gærmorgun

5 bílar pikkfastir og ég bauðst ekki einu sinni til að hjálpa...gaf skít í þetta..en ef ég hefði verið föst og engin hjálpað...þá hefði ég trompast!

 

Ef ég ætla að búa þarna annan vetur þá verður fjárfest í svona..ég kemst allt á þessum eðalvagni..vonum bara að ég verði flutt!

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband