jahérna..

Bara komin febrúar..

 Hvað dreif á daga mína í janúar

Heiða systir varð 36 ára

síðan eignaðist hún litla skottu sem var 22 merkur og 57 cm

Sara vinkona eignaðist líka skottu,,ekki eins stóra

Ég keypti mér ekki borðstofuborð né sófaborð

Vísareikningurinn kom í hús..

Kom heim frá New York,,,sem var frábær í alla staði þrátt fyrir massívan kulda

SPA53787

later


Jólajól..

Gleðileg jól og takk fyrir sjúklegt ár...

Fékk flottar gjafir

bækur maskara sængurver vettlinga snyrtidót kertastjaka geisladisk heklaðar bjöllur jólaóróa jóladót stígvél..(ekki gúmmístígvél) konfekt svuntu.....

Það sem framundan er :

Jólaboð í nesinu á morgun

Verða þrítug á laugardaginn

New York á sunnudaginn

SJÁUMST FÓLK!!!


fjúffff..

komin tími til...

Fór ekki til Færeyja svo mikil þoka að vélin gat ekki lent svo hristist hún svo mikið að ég fékk flugriðu,,(ég meina maður getur fengið sjóriðu,því ekki flugriðu)...getsvosvariðþað!

Er búin að vera að taka slatta af næturvöktum og eftirköstin eru svona eins og hjá nettum eldriborgara...svaf til hádegis í gær og í dag og þurfti að rúlla mér framúr...Sleeping

En í dag ætlum við systur og mútta tútta að fara í sörugerð ég er nú samt ekkert hrifin af sörum en það er þessi netta stemning,,kremið klúðrast og svona-skemmtilegt!

Hver veit nema ég fæ blogg andann yfir mig um helgina þar sem ég er á  næturvöktum og tjái mig um síðastliðnar vikur..

Td..NY ferðina okkar Berglindar sem við ætlum að fara um áramótin,,ef við förum það er alltaf þetta EF..

 

 


Færeyingur..

Hef hugsað mér að kaupa mér farseðil til Færeyja aðra leiðina....

Eruð þið með

 

 


Fjúfff...

Vetrardekkin komin undir

89.733 krónur...með 25% afslætti

Nei,ég er ekki á jeppa!


að farast úr spenningi...

 

 

 

 

Er að skella heim eftir netta næturvakt..einungis  3 tímar eftir....fjúff..hvað ég er spennt!


Sauðamessan

var hreint út sagt frábær..þrátt fyrir slatta kulda um daginn þá var þetta rosalega gaman.Maður hitti og sá marga sem maður hafði ekki hitt lengi..

Partýið hjá Fanney og Bubba um kvöldið og ballið í skemmunni..sjúklegt!

SPA53545

SPA53548

SPA53557

SPA53559

SPA53563

SPA53581

SPA53593

SPA53598

SPA53611

SPA53628

SPA53627

 

 


..

 

n679043560_807039_2738


júhú..

 Nú má landinn fara að vara sig..

ég er orðin síma og netvædd..gerðist fyrir sirka korteri og tók þá einungis rétt rúmlega hálfan mánuð!

jerhappý!

 


get svarið það..

Af einhverri ástæðu þá er ég og ætli ég verði það ekki áfram utan þjónustusvæðis ...nema símafyrirtækið mitt nýja spýti í lófana og græji símana mína og netið...þessir dúddar réðust líka á gsm-inn minn þannig að ég get varla hringt né sent sms!

Búinn að fara 2x til þeirra og hringja 4x sinnum

...eins gott ég sé rólyndis manneskja!

Góða helgi!


Bara eins og asni..

 

Eitt ákv símafyrirtæki hér í bæ hefur upp á sitt einskæra uppátæki ákv að leggja mig í einelti..eða gæti jafnvel talað um fjölelti!

ég fattaði (ÓVART) að það var enginn sónn á símanum mínum..ég kenndi mér um því ég var að græja þetta dót allt..en þetta var ekki mér að kenna þannig að ég hringdi í þá og var alltaf nr 10 í röðinni...síðan var ég ansi oft nr 8 svo nr 2..þannig að biðin tók mig um hálftíma

Niðurstaðan var sú að þeir tóku mig ÓVART úr sambandi og þar sem það er föstudagur og að koma helgi þá væri ekki hægt að redda þessu fyrr en á mánudaginn...sorrý!

plebbar!


Bland í poka

Get svo svarið það að ég er engan veginn komin í haustgírinn..en það hlýtur að fara að skella í hús..það get ég svarið!

Sumarið búið að vera ótrúleg a ljúft þótt ég hafi svo sem ekki gert mikið af mér annað en að njóta mín í tætlur

Sumarið byrjaði að sjálfsögðu á því að hún nafna mín varð 1 árs

 SPA52806 Algjör stuð bolti hleypur um allt og lætur hafa mikið fyrir sér..að sjálfsögðu!

Mamma flutti frá hinu fagra borgarnesi í júní og er búin að vera hjá mér en allt tekur þetta nú enda og er hún að fara að fá íbúðina sína sem er verið að græja í Mosfellsbæ..

SPA52828 meðan ég var að þrífa sólstofuna heima í nesinu þá var þessi mávur að fylgjast með mér allan tímann..hann var ugglaust að bíða eftir því að ég myndi strika fótur og detta út um gluggann,,,ég veit hann hefði bjargað mér-sumt veit maður bara!

Við Þóra skelltum okkur reglulega á skverið í borginni könnuðum lífið utan 111 og 110..það var fínt fórum oftast á Rex til að byrja með fengum 2 fyrir 1 ..áður en við könnuðum hina staðina

SPA52928 könnuðum oft hinar ýmsu blöndur!

Síðan voru Önnurnar að gifta sig með mánaðar  millibili

n740347036_1651558_2171 Anna og Raggi í góðri sveiflu

SPA53379 Anna og Þorleifur

Síðan skveraði ég mér til útlanda..tók bara bruna pakkann á þetta og flögnunarpakkann

SPA53177..en þetta var samt ljúft!

Síðan var systursonur minn að byrja í ML litla krúttið og ég ekki einu sinni 30 ára....fjúff

SPA52785 Fallegur með eindæmum!

Svona var sumar í stórum dráttum...keypti mé reyndar nýjan bíl..en það er líka eitthvað sem maður gerir reglulega,,allavega á svona tímum!

Nægt í bili..later

 


kindarleg

Hvað get ég  sagt..stundum hugsa ég eins og kind

falleg snót!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband